Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2001, Side 27

Náttúrufræðingurinn - 2001, Side 27
(Reid 1996) (5. mynd). Þótt ekki sé búið að greiða úr allri flækjunni viðvíkjandi tegunda- myndun hjá doppum (Littorina) virðist nokkuð ljóst að aurdoppa fór úr Kyrrahafi yfir í Atlantshaf í gegnum íshafið, meðan tígulskeljalögin á Tjörnesi voru að myndast. Þetta er enn frekari vísbending um að Beringssund hafi opnast fyrr en talið hefur verið hingað til, þar sem Kyrrahafstegundir hafa bæði fundist í tígulskeljalögunum og undirliggjandi gáruskeljalögum frá plíósen- tíma á Tjömesi (Durham og MacNeil 1967, Backman 1979, Leifur A. Símonarson o.fl. 1998). Einnig telja L. Marincovich Jr. og A.Y. Gladenkov (1999) og L. Marincovich Jr. (2000) að Beringssund hafi opnast fyrr, eða fyrir4,8 til 5,5 milljón árum. Bentu þeir á að skeljar ættaðar úr Atlantshafi og íshafi finnast í jarðlögum í suðurhluta Alaska með kísilþörungum ættuðum úr Norður-Kyrra- hafi. Þessar niðurstöður eru í andstöðu við fyrri kenningar (Þorleifur Einarsson o.fl. 1967, Durham og MacNeil 1967) sem töldu að opnun Beringssunds hafi byrjað fyrir 3,1 til 4,1 milljón árum. Sennilegra er að flutningur Kyrrahafstegunda inn í Ishafið °g Norður-Atlantshafið (Durham og MacNeil 1967) hafi byrjað fyn', en náð hámarki er hafstraumar breyttust til norð- lægari átta gegnum Beringssund þegar sundið milli Kyrrahafs og Atlantshafs á Mið-Ameríkusvæðinu lokaðist fyrir um 3,5 milljón árum (Backman 1979). Á þeim tíma mynduðust krókskeljalögin á Tjörnesi. Elstu jarðlög með fjörudoppu eru 2,4- 2,55 milljón ára, en það bendir eindregið til þess að aðskilnaður tegundanna tveggja hafi átt sér stað eftir opnun Beringssunds, eftir að aurdoppa (Littorina squalidá) var komin yfir í Norður-Atlantshaf. Þetta styður staðbundna tegundamyndun og aðskilnað aurdoppu og fjörudoppu, sem upprunalega Var eingöngu í Atlantshafi, en hefur nú einnig náð lil Kyrrahafs, líklega af mannavöldum. Þessi aðskilnaður varð í lok ierðar aurdoppu yfir í Atlantshafið vegna aðlögunar að aukinni kólnun og orkuríkara umhverfi á grunnsævi samfara útbreiddri Jöklun fyrir um 2,5 milljón árum (sjá Shackleton o.fl. 1984, Chen o.fl. 1995). Þar sem fjörudoppan hefur ekki fundist í Tjör- neslögunum er líklegt að aðskilnaðurinn, þ.e. tegundamyndunin, hafi orðið eftir að skeldýrahópurinn úr Kyrrahafi kom til íslands, en áður en hann náði Norðursjó og Bretlandseyjum. Síðan virðist aurdoppa hverfa úr Atlantshafi. Þetta bendir til þess að tegundamyndunin hafi átt sér stað á Íslands-Færeyjahryggnum og er jafnframt vísbending um nokkru lægri aldur á aðskilnaðinum og myndun fjörudoppu en N.I. Zaslavskaya o.fl. (1992) héldu fram, en þau töldu aðskilnaðinn hafa orðið fyrir 3,45 milljón árum. Fjörudoppan dreifðist líklega frá Norður- sjó til núverandi heimkynna í lok plíósen- tíma og byrjun ísaldar. Á nokkrum stöðum hefur hún fundist í jarðlögum utan við núverandi útbreiðslusvæði, en það sýnir að tegundin er næm á breytingar í sjávarhita. Því komst tegundin til íslands á mildu hlýskeiði á ísöld, eða fyrir um 1,1 milljón árum. Síðar hvarf hún frá landinu, að því er virðist í upphafi næsta jökulskeiðs, og höfum við engar vísbendingar um að hún hafi kornið aftur. Rek sviflirfa eða flutningur fullvaxinna dýra á þara, rekaviði eða öðru braki, sem og virkt eða óvirkt sund frá Norðursjávarsvæðinu, Bretlandseyjum eða meginlandi Evrópu, gæti að vísu liafa átt sér stað einstaka sinnum. Eftir að grunnsjávar- svæðin á Islands-Færeyjahryggnum og Wyville-Thomsonhryggnum hurfu á fyrri hluta ísaldar hafa hafstraumar aðeins örfáum sinnum flutt lirfur eða fullvaxta dýr með reki eða á sundi til íslands úr suðurátt. Lfldegra er talið að flutningar hafi þá frekar færst til norðausturs inn í Noregshaf (Leifur A. Símonarson 1981). Af þessu má álykta að ferðalag tjörudoppunnar um ísland til Norður-Ameríku hafi verið auðveldara á fyrri hluta og um miðbik ísaldar en síðar varð, þegar hryggirnir stóðu orðið dýpra í sjó eftir að hafa lækkað af völduni rofs og sigs. Þótt ekki séu taldar miklar líkur á að núverandi straumakerfi í Norður-Atlants- hafi dreifi grunnsjávartegundum frá austri til vesturs eru vísbendingar urn að þegar jöklar tóku að hörfa í lok síðasta jökulskeiðs hafi aðstæður verið aðrar og auðveldað slíka 105

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.