Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2001, Síða 34

Náttúrufræðingurinn - 2001, Síða 34
Gerð þessarar skrár var mikið afrek, á tímum þegar ekki voru tölvur, ljósritunar- vélar eða önnur slík verkfæri sem nú þykja ómissandi. Mjög lítið er um prentvillur, þó svo að titlar greina séu á nokkrum tungu- málum, en hinsvegar virðist vanta ýmsar ritgerðir sem hefðu átt að vera skráðar þarna. Skráin er ómetanleg fróðleiksnáma um raunvísindi á 19. öld og var henni strax vel tekið af vísindamönnum; t.d. er hún sögð „stórkostleg“ og „eitt mesta hnoss sem vísindamönnum hefur fallið í skaut“ í grein eðlisfræðingsins P.G. Tait í tímaritinu Nature 1875 (12. bindi, bls. 202). Eintök af henni eru í flestum meiriháttar háskóla- bókasöfnum erlendis, ýmist frumútgáfan eða ljósprentun í smækkuðu broti frá 1968. Svona skrá verður hálfu gagnlegri en ella ef henni fylgir efnisyfirlit sem raðað er eftir viðfangsefnum greinanna. I gerð slíks yfirlits var ráðist, en ekki sáu dagsins ljós nema þrjú bindi. Þau komu út á árunum 1908-1914 og náðu yfir stærðfræði, aflfræði og aðra eðlisfræði (í tveim hlutum). ■ SKRÁRNAR 1901-1914 Framámenn í vísindafélögum hinna vestrænu landa vildu fylgja átaki Royal Society eftir á 20. öldinni. Ljóst var orðið fyrir aldamótin að vegna sívaxandi umfangs raunvísinda yrði slíkt átak að vera fjöl- þjóðlegt og að það næði best tilgangi sínum ef ekki liðu mörg ár milli útgáfu vísinda- greinar og birtingar titils hennar í skrá. Eftir tvær ráðstefnur um málið á árunum 1896 og 1898 var skipuð nefnd fulltrúa um 30 ríkja til að hafa umsjón með útgáfu árlegrar skrár. Fékk hún heitið „International Catalogue of Scientific Literature", og var Royal Society áfram útgefandinn. Skyldi koma út eitt hefti á ári á hverju eftirtalinna sviða: stærðfræði, aflfræði, eðlisfræði, efnafræði, stjarnfræði, veðurfræði (ásamt jarðsegulmagni), steinda- fræði, jarðfræði, eðlisræn landafræði, stein- gervingafræði, almenn líffræði, grasafræði, dýrafræði, líffærafræði mannsins, mann- fræði, lífeðlisfræði (ásamt meinafræði o.fl.), sóttkveikjufræði. Arsheftin voru öll í litlu broti en mjög misjafnlega umfangsmikil eftir greinum, þau stærstu náðu 1000 bls. í hverju þeirra er ritgerðum raðað í stafrófsröð eftir nöfnum höfunda, og jafnframt er skrá um þær eftir efnisflokkum. Bækur og ýmiskonar skýrslur voru teknar með í þessar skrár. Þessi útgáfa virðist hafa gengið vel framan af, en fyrri heimsstyijöldin varð svo til að stöðva samstarfið og var það ekki tekið upp aftur. Þó tókst að ljúka skráningunni fram til 1914 og komu síðustu heftin út um 1920. Skráin er alls um 6 hillumetrar að þykkt, mjög gagnleg eins og hin fyrri en seinlegra að leita í henni. Ein ástæða fyrir því að ekki var haldið áfram með International Catalogue eftir styrjöldina getur hafa verið sú að ýmsir aðilar (svo sem stór fagfélög) höfðu í kringum aldamótin hafið útgáfu titla eða útdrátta úr greinum innan síns sviðs, á eigin vegum. Þannig var t.d. byrjað að gefa út árbækur sem innihéldu eingöngu útdrætti greina í eðlisfræði og rafmagnsverkfræði 1898, í stjömufræði 1899 og í efnafræði 1907. ■ HUGLEIÐINGAR UM NOTAGILDI Höfundi þessa pistils hafa nýst fyrrnefndar skrár afar vel í leit að heimildum um ýmsar rannsóknir á jarðfræði og lífríki Islands, sem og um þróun hugmynda og mælitækja í náttúruvísindum á því tímabili sem þær ná yfir. Sé til dæmis vitað af vísindamanni sem geti hafa tengst rannsóknum á náttúru íslands á 19. öld, er fljótlegt að fletta upp öllu því sem til er eftir hann í skránum. Er ég viss um að ýmsir þeir hér á landi sem hafa áhuga á sögu vísindarannsókna, bæði varðandi ísland og hinn vestræna heim almennt, mundu hafa mikið gagn af Royal Society-skránni ef hún væri til hér á Lands- bókasafni. í frásögnum erlendra manna sem hingað komu til náttúrurannsókna, geymast iðulega einnig upplýsingar um atriði úr þjóðlífinu eins og atvinnuhætti og sam- göngur. Síðan getur verið fróðlegt að sjá hvaða áhrif íslensku rannsóknirnar hafi haft á önnur verk viðkomandi vísindamanna og jafnvel á verk enn annarra. 112
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.