Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2001, Side 41

Náttúrufræðingurinn - 2001, Side 41
Aldarafmæli Flóru íslands Stefán Stefánsson GRASAFRÆÐINGUR, KENNARI OG SKÓLAMEISTARI 1863-1921 ▲ A BJARNI E. GUÐLEIFSSON Fyrsta útgáfa Flóru íslands kom út árið 1901 en formáli hennar er undir- ritaður á Möðruvöllum í Hörgárdal 28. desember 1900. Aldarafinœlis Flóru Islands var minnst við hátíðlega athöfn á sal Menntaskólans á Akureyri þann 28. desember 2000, en þar vann Stefán Stefánsson síðustu starfsár sín. A hátíðinni var eftirfarandi œviágrip Stefáns flutt. Hann lést í janúar árið 1921 og á árinu 2001 er því 80. ártíð þessa merka brauttyðjanda í íslenskri grasafræði. Stefán Stefánsson (1. mynd) fæddist á Heiði í Gönguskörðum í Skagafirði 1. ágúst 1863, sonur _________ Stefáns bónda Stefánssonar frá Keflavík í Hegranesi og Guðrúnar Sigurðar- dóttur frá Heiði. Var hann yngstur þriggja systkina, en eldri voru Sigurður Stefánsson, síðar prestur og alþingismaður í Vigur, og Þorbjörg Stefánsdóttir, húsfreyja á Bjarni E. Guðleifsson (f. 1942) lauk búfræðiprófi frá bændaskólanum á Ösnavaði í Noregi 1963, bú- fræðikandidatsprófi frá landbúnaðarháskólanum á Ási ( Noregi 1966 og doktorsprófi í jurtalífeðlis- fræði frá sama skóla 1972. Hann hefur starfað sem tilraunastjóri og sérfræðingur hjá Rannsókna- stofnun landbúnaðarins á Möðruvöllum í Hörgár- dal og einkum unnið að rannsóknum á kalskemmd- um. Hann hefur unnið tímabundið við plönturann- sóknir í Noregi og Kanada. Veðramóti. Stefán naut hefðbundins upp- eldis á menningarheimili í sveit. Sigurður afi hans mun hafa kennt honum fyrst að þekkja þær plöntur sem urðu á vegi hans. Stefán settist í Latínuskólann 15 ára og lauk stúdentsprófi tvítugur, og var þá heit- bundinn Steinunni Frímannsdóttur frá Helgavatni í Vatnsdal er síðar varð kona hans. Stefán var þá þegar orðinn vel að sér í grasafræði og birti fyrstu grein sína um grasafræði í Þjóðólfi haustið áður en hann lauk stúdentsprófi. Ekki er líklegt að námið í Latínuskólanum hafi hvatt hann til náttúru- fræðináms, og því síður gat von um embættisframa dregið hann að því námi, því báðar stöður náttúrufræðinga á Islandi voru skipaðar mönnum í fullu fjöri; Benedikt Gröndal var við Latínuskólann og Þorvaldur Thoroddsen við Möðruvallaskóla. Haustið 1884 fór Stefán til náttúrufræðináms í Kaupmannahöfn og þar var hann svo lán- samur að fá afburðakennara í grasafræði, prófessor Warming, en hann varð þekktur vísindamaður í sinni grein og hvatli Stefán til dáða á vísindasviðinu, einnig eftir að Stefán fluttist heim. Um svipað leyti fór Ólafur Davíðsson frá Hofi í Hörgárdal einnig utan til náttúrufræðináms. Stefán fór því með áhugann í farteskinu, en hann hafði meðal annars undirbúið sig með því að ferðast með Þorvaldi Thoroddsen urn Reykjanes „til að kynna sér náttúru landsins og læra af ferðalaginu". Náttúrufræðingurinn 70 (2-3), bls. 119-126, 2001. 119

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.