Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2001, Side 43

Náttúrufræðingurinn - 2001, Side 43
2. mynd. Skólapiltar í frímínútum í Möðruvallaskóla vorið 1897. Fremst eru Olgeir Benediktsson frá Garði f Fnjóskadal og Hannes Jónsson frá Hvarfi f Bárðardal (Aug. Guðmundsson/Ljósmyndadeild Minjasafnsins á Akureyri). Stefáns, og einnig óbilandi hugsjónaeldur og kjarkur til að berjast fyrir þeim málum sem hann gaf sig að. ■ rannsóknir og RITSTÖRF En samhliða kennslustarfinu vann þessi hugsjónamaður að öðrum störfum. Hann notaði sumarleyfin til rannsóknaferða um landið þar sem hann safnaði nákvæmari upplýsingum um íslenskt gróðurfar en nokkur annar hafði gert. Hann notaði þessa nýju þekkingu í kennslunni en hóf fljótlega að setja saman flórulista sem síðar breyttist í ritið Flóra Islands, sem hann sendi frá sér til útgáfu árið 1900. Þá er Stefán 37 ára. Ritun Flórunnar er mikið afrek og enn meira ef tekið er tillit til þeirra aðstæðna sem það var unnið við. Ritunin fór fram í íslenskri sveit með takmarkaðan bókakost en með góð sambönd við erlenda fræðimenn og í góðri samvinnu við tvo grasafróða Islendinga, þá G/st/ncá Kvíabekk í Ólafsf/rð/ i /úlí 1890 Veðrið er undurblítt; það hefur verið sólskin allan daginn, og þétt hafgola er af leið hádegi, nú er komið blæjalogn. Smá blikubönd draga upp í suðri; þeirn fjölgar smátt og smátt og eftir litla stund er allt suðurloftið hulið þunnri blikuslæðu. Steinþögul kyrrð hvílir yfir hinni fríðu afskekktu útkjálkasveit. Ég get varla fengið af mér að rjúfa þögnina með því að fara að klifrast inn um stofugluggann, mig langar heldur ekki svo mikið inn í stóru lokrekkjuna. Ég vildi að ég væri orðinn prestur, og er það í fyrsta sinn á ævi minni, að ég óska þess, því þá skyldi ég sækja um Kvíabekk; hér er nóg verkefni fyrir höndum, nóg til að rækta, bæði í andlegum og líkamlegum skilningi ... Kveldinu á Kvíabekk gleymi ég aldrei. Rannsóknaferðir Stefáns Stefánssonar skólarneistara 1986, Ferð til Héðinsfjarðar og Hvanndala 1890. 121

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.