Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2001, Side 50

Náttúrufræðingurinn - 2001, Side 50
1. mynd. Stefán Stefánsson (1863-1921) á efri árum (úr myndasafni Guðrúnar Jónsdóttur). mörg illa, og svipaða sögu er að segja um tegundanöfnin. Vísindalegt gildi bókarinnar var því harla lítið en aftur á móti hafði hún töluverð áhrif í þá átt að efla áhuga og auka þekkingu almennings á grösum og gróðri landsins, enda mun það hafa verið megin- tilgangur höfundar með bókinni. ■ RANNSÓKNIR STEFÁNS Það var því margt óunnið í grasafræði- rannsóknum á Islandi þegar Stefán Stefáns- son hóf starf sitt og grasafræðiáhugi almennings heldur af skornum skammti þó að þjóðin lifði mestmegnis á grasrækt. Og Stefán stundaði rannsóknir sínar af kappi. Næstu 10-12 árin varði hann, svo notuð séu orð hans sjálfs í formála Flóru, að miklu leyti sumarfríum sínum og tómstundum að vetrinum til gróðurrannsókna víðs vegar um land og grasafræðiiðkana. Á þessum ferðum fór Stefán nálega um allt landið og aflaði sér víðtækrar þekkingar á flóru þess. Fjölmargar tegundir fundust á nýjum stöðum í nýjum landshlutum og þó nokkrar tegundir sem aldrei höfðu fundist hér áður, eða ekki fengist fullvissa fyrir að yxu hér, komu fram í dagsljósið. Um þessar nýjungar skrifaði Stefán nokkrar greinar í danska tímaritið Videnskabelige Meddelser fra den natur- historiske Forening í Kpbenhavn. Sumar þessar nýfundnu tegunda höfðu sennilega slæðst til landsins nýlega, en aðrar áreiðanlega vaxið hér í aldaraðir áður en land byggðist. Einstaka tegundir reyndust síðar rangt ákvarðaðar. Árið 1891 birtir Stefán grein sem hann nefnir „Um hina kynslegu æxlun blóm- plantna“ og er þá greinilega byrjaður að endurskoða rækilega fræðiorðakerfi grasa- fræðinnar, sem hafði verið í hinum mesta ólestri. Fræðiorð yfir mörg hugtök voru ekki til á íslensku og önnur voru illa þýdd úr öðrum málum, aðallega dönsku. Að vísu leggur hann sum hinna nýju orða niður síðar og tekur upp önnur betri, en engu að síður var hér um miklar úrbætur að ræða. 128

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.