Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2001, Síða 52

Náttúrufræðingurinn - 2001, Síða 52
■ FLÓRA íslands Stefán hafði um langt skeið verið með það á prjónunum að skrifa íslenska flóru, en vildi ekki kasta til þess höndunum þótt þörfin á slíkri bók væri orðin brýn. Ekki einn einasti ritlingur er teljandi væri kom út um íslenska grasafræði í nálega þrjá aldarfjórðunga, eins og hann orðaði það sjálfur. Hann vildi afla sér sem víðtækastrar þekkingar á flóru landsins áður og auk þess þurfti fræðiorða- kerfið enn endurbóta við og mesti ruglingur var á notkun plöntunafna. Þegar leið að aldamótunum fannst honum þó sem hann gæti ekki beðið lengur, ekki síst þar sem nú voru komnir fleiri íslenskir grasafræðingar til starfa þar sem voru þeir Helgi Jónsson og Ólafur Davíðsson. Helgi hafði einmitt rannsakað og skrifað um þá landshluta sem Stefán hafði ekki enn komist yfir að athuga. A fyrsta ári 20. aldar, árið 1901, kemur svo „Flóra Islands“ út og er það táknrænt, því hún markaði sannarlega upphaf nýrrar aldar í íslenskum grasafræðirannsóknum (2. mynd). En Stefán lauk við bókina árið áður og er formáli hennar dagsettur á Möðruvöllum í Hörgárdal 28. desember 1900. Flóru vartekið opnum örmum og hælt á hvert reipi, enda var hún sannkallað þrekvirki. Hún var fyrsta frumsamda íslenska flóran byggð á sjálf- stæðum rannsóknum höfundar, en það er ekkert áhlaupaverk að semja slíka bók og eflaust fáir sem gera sér fulla grein fyrir þeirri vinnu sem hún hefur kostað. I henni var nákvæmlega lýst öllum þeim tegundum blómplantna sem með vissu höfðu fundist villtar hér á landi þá. Þar var engin planta talin íslensk ef nokkur vafi lék á að hún væri það, hver tegund vegin og metin af stakri samviskusemi og gagnrýni áður en ákvörð- un var tekin. Þetta er einn af höfuðkostum bókarinnar sem vísindarits, en eldri greinar og rit um íslenskar plöntur voru full af tegundum sem hinir og þessir töldu vaxa hér og höfðu það hver eftir öðrum þótt enginn gæti fært sönnur á það. Við hverja tegund var einnig greint frá blómgunartíma og útbreiðslu hér á landi og eru þær upp- lýsingar ólíkt áreiðanlegri en í eldri ritum. Auk þess eru í Flóru ágætir ákvörðunar- lyklar og greinargóður inngangur um nafn- greiningu, söfnun, fergingu og geymslu plantna. Meðal þeirra sem luku miklu lofsorði á Flóru voru Ólafur Davíðsson og Helgi Jónsson. Segja þeir meðal annars að líklega hefði verið hægt að fá menn til þess að lýsa hinum ýmsu plöntutegundum jafn vel og Stefán, en þeir viti ekki von nokkurs þess manns sem hefði verið fær um að leysa fræðiorðin og plöntunöfnin jafn vel af hendi og gert sé í Flóru Islands. Fræðiorðin voru langflest verk Stefáns, sum hafði hann birt áður en önnur voru nýgerð. Þessi orðasmíð var undan- tekningarlítið framúrskarandi góð, eins og reyndar málið á bókinni í heild. Mörg orðanna voru beinlínis skínandi falleg og má best ráða það af því að þau hafa nærri undantekningarlaust náð að festast í málinu, eins og fræva, frævill, einær, tvíær, undirsætið og yfirsætið, svo nokkur séu nefnd. Stefán notar einstöku alþjóðleg orð, t.d. orðin planta og flóra; segist hann telja sjálfsagt að taka þannig upp í íslensku alþjóðleg fræðiorð, ekki síst þegar ekki þurfi að breyta þeim. Fyrir daga Stefáns átti meira en helmingur íslenskra blómplantna sér ekkert ákveðið íslenskt nafn, en í Flóru eru allar tegundir nefndar íslenskum nöfnum. Þau mörgu sem á vantaði hafði Stefán flest búið til og yfirleitt tekist það mjög vel. Ymis gömul nöfn hafði Stefán vakið til lífs á ný og fest þau við ákveðnar tegundir, en áður hafði verið allmikill ruglingur á notkun íslenskra plöntunafna. Þessar nafngiftir voru mjög þarft verk, einkum þar sem þær tókust með þeim ágætum sem raun ber vitni. Við samningu Flóru hefur Stefán auðvitað unnið úr og notfært sér allar tiltækar heimildir eins og aðrir vísinda- menn, bæði eigin plöntusöfn og annarra, svo og rit þeirra grasafræðinga sem hann taldi sig geta treyst og eins munnlegar upplýsingar manna sem þekktu betur til á ákveðnum stöðum en hann. En beina aðstoðarmenn hafði hann enga, Flóra er hans verk, langmerkasta verk hans sem 130
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.