Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2001, Side 55

Náttúrufræðingurinn - 2001, Side 55
Hýenur Allt lífríkið ber því vitni hve vel lífverurnar eru lagaðar að þeim að- stœðum sem þær búa við. Þótt enginn kjósi það hlutskipti að sýkjast af svartadauða eða sullaveiki, komast þeir sem setja sig inn í lífsmáta pestarbakteríu og bandorms varla hjá því að fyllast aðdáun á því hvernig þessir sýklar halda sínu í hörðum heimi. Mýs og rottur eru ekki vel séðir gestir í húsum en úr fjarlægð getum við dáðst að lífs- háttum þeirra. Hýenur njóta óvíða vinsælda. Hvorki útlitið né hljóðin sem þœr gefa frá sér höfða til fegurðarskyns manna. Þar við bœtist að hýenur eru taldar hrœdýr, sem þykir ekki göfugur lífsmáti. Fleira í fari þessara rándýra hefur vakið andstyggð manna frá forneskju. I þessum pistli verður leitast við að taka upp hanskann fyrir hýenurnar - benda á ýmislegt í fari þeirra sem verðskuldar virðingu og jafnvel aðdáun. Örnólfur Thorlacius (f. 1931) lauk fil.kand.-prófi í líffræði og efnafræði frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð 1958. Hann var kennari við Menntaskólann í Reykja- vík 1960-1967, Menntaskólann við Hamrahlíð 1967- 1980 og rektor þess skóla 1980-1995. Samhliða kennslustörfum hefur Örnólfur samið kennslubækur og hann hafði um árabil umsjón með fræðsluþáttum um náttúrufræði í útvarpi og sjónvarpi. Hann var um skeið ritstjóri Náttúrufræðingsins. dýrafræði sem flestir íslend- ingar, komnir á miðjan aldur, lásu í æsku er hýenum þannig lýst: í Afríku og heitustu löndum Asíu er heimkynni hýenunnar. Hún er á stærð við úlfinn, gráleit, með dökkum blettum og þverrákum og miklu hærri á herðakambinn en á lendina. Gengur hún oftast álút og ódjarflega. Hýenur eru sjaldan í þéttum, stórum skógum, heldur á heiðum, sléttum með kjarri eða við eyðimerkur. Á daginn fela þær sig og hreyfa hvergi, nema þær séu reknar á fætur. En þegar sól er sezt og fulldimmt orðið, þá koma þær á kreik. Ef ein hýena byrjar að væla, taka oftast margar undir. Eru hljóð þeirra ljót og ömurleg. Þær finna í mikilli fjarlægð lykt af rotnuðum skepnum, og leita þangað undir eins. Komi þær nærri þyrnigirðingum, þar sem búsmali er innibyrgður, þá laumast þær veinandi í kring, en leggja oftast á flótta, ef varð- hundarnir yggla sig. Hýenurnar ráðast aldrei á sterk eða grimm dýr, heldur aðeins á þau, sem ekki geta varið sig, svo sem kindur, geitur, tjóðraða asna og fleiri dýr. En alls konar hræ eru uppáhaldsmatur þeirra. Og af hræátinu stafar það, að hina megnustu fýlu leggur af belg og hári hýenunnar, bæði þar sem hún lifir úti á víðavangi og í dýra- görðum. Hýenur ráðast stundum á börn eða sofandi fólk og sjúka menn. Gamlar sagnir herma og, að hýenur grafi fólk upp úr kirkju- görðum, en það munu vera ýkjur. Hins vegar ná þær stundum í lík af svertingjum, ef þau hafa aðeins verið lauslega hulin með sandi. Menn veiða hýenur á margan hátt, meðal I Náttúrufræðingurinn 70 (2-3), bls. 133-141, 2001. 133

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.