Náttúrufræðingurinn - 2001, Qupperneq 57
■ JARÐÚLFUR
Jarðúlfur, Proteles cristatus, er ekki hýena,
enda gerólíkur þeim um lífshætti. Hans er
getið hér af því að hann er yfirleitt talinn til
hýenuættar, þótt nokkrir dýrafræðingar ætli
honum einum sess í sérstakri ætt, Protelidae.
Jarðúlfur Iifir víða í austurhluta Afríku
sunnan Sahara, einkum á trjálausum, sendn-
um sléttum og í kjarrlendi. Eins og ættingjar
hans, hýenumar, er hann helst á ferli um
nætur en hefst á daginn við neðanjarðar,
oftast í aflögðum grenjum jarðsvíns (sjá
mynd hér að neðan).
Feldurinn er gulgrár með dökkum röndum,
en broddur á skotti og fótleggir fyrir neðan
hné eru svartir (1. mynd). Með öllum
hryggnum aftur á skott er mikið fax, og Búar
kalla jarðúlfinn „manhaarjakkal" eða makka-
sjakala. Þegar jarðúlfar verjast fjendum eða
eiga í erjum innbyrðis, ýfa þeir faxið og
sýnast þá stærri og ógnvænlegri.
Olíkt hýenum eru jarðúlfar með veik-
byggða kjálka og rýra jaxla, enda er fæðan
svo til einungis skordýralirfur, sem dýrin
grafa úr jörðu, og termítar. Jarðúlfar hafa
verið vændir um að stela hænsnum og
lömbum af bændum, en í dýragörðum fást
þeir ekki til að éta kjöt nema hakkað eða
soðið, svo slíkar ásakanir virðast tilhæfu-
Jarðsvín, Orycteropus afer, er að vísu engin hýena, en höfundur freistast samt til þess
að láta mynd af þessu skondna dýri fljóta nteð greininni, enda kemur það við sögu
vegna húsaskjóls sem það veitir dýruni af hýenuætt, að vísu óvitandi.
Þetta er eina núlifandi tegundin af ættbálknum Tubulidentata, sem mætti útleggja
„píplutannar" eftir sérkennilegum tönnum, sem eru glerungslausar og rótopnar (vaxa
ævilangt). Heldur eru tennurnar rýrar, enda voru dýrin áður talin til ættbálks
tannleysingja, ásamt beltisdýrum, letidýrum og maurætum. Nú þykir skyldleiki
jarðsvína við önnur spendýr óviss. Sumir telja þó að forfeður þeirra hafi greinst frá
aldauða ættbálki frumhófdýra (Protungulata) snemma á nýlífsöld.
Jarðsvín eru á stærð við vænt svín, eða um eins til 1,6 metra löng, auk um hálfs metra
rófu, og 50-80 kg. Þau lifa í Afríku sunnan Sahara og þnfast í margs konar umhverfi, að
þvf tilskildu að nóg sé þar af termítum og maurum, sem jarðsvínin slafra í sig með langri,
slímborinni tungu. Dýrin eru á ferli um nætur. Á daginn hafast þau við í grenjum, sem
þau grafa í jörð af ótrúlegri fimi. í mjúkum jarðvegi grefur jarðsvín sig svo hratt niður að
nokkrir handfljótir menn með skóflur hafa ekki við því. (Nowak 1991.)
135