Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2001, Side 59

Náttúrufræðingurinn - 2001, Side 59
4. mynd. Brúnhýenur, Hyaena brunnea. (Nowak 1991.) hýenur einkum á hræjum spendýra og eru einfarar. Norðar eru dýrin félagslyndari. Þar eru stórvaxnari undirtegundir sem veiða kindur, geitur, asna og hross og ýmis minni hryggdýr, og éta auk þess skordýr og aldin. I Israel eru þær alræmdir skaðvaldar í plantekrum og spilla melónum, döðlum, vínberjum, apríkósum, ferskjum og gúrkum. Dæmi eru um að rákahýenur ráðist á og drepi menn, einkum börn. En þær hafa verið tamdar og eru sagðar blíðar og tryggar húsbændum sínum. Undirtegundin norðan Sahara er í út- rýmingarhættu vegna veiða og eyðingar búsvæða. Þar eru rákahýenur nú aðeins eftir til fjalla í Marokkó, Alsír og Túnis. ■ BRÚNHÝENA Brúnhýena, Hyaena brunnea, lifir sunnar- lega í Afríku - í Namibíu, Botswana, Zim- babwe, Mósambík og Suður-Afríku, einkum þar sem þurrt er - á sandauðnum, þurr- gresjum, kjarrlendi og staktrjáasléttum (sa- vanna). Hún líkist rákahýenu um sköpulag og stærð, en bolurinn er dökkbrúnn, höfuðið grátt, herðar fölbrúnleitar og framleggir og fætur gráir með dökkbrúnum rákum (4. mynd). Eins og aðrar hýenur eru brúnhýenur helst á ferli um nætur. Á daginn leynast þær í klettasprungum, háu grasi eða grenjum, sem ýmist dýrin sjálf eða jarðsvín hafa grafið. Brúnhýenur lifa einkum á hræjum dýra sem önnur rándýr hafa leift. Þær éta líka margt annað, svo sem nagdýr, skorkvikindi, egg og aldin. Á ákveðnum stöðum og árstímum fá sumar þeirra allt að helming fæðunnar úr plöntum. I fjörum leggjast þær á dauða krabba, fiska og seli. Þegar vel árar fela brúnhýenur mat, sem þær torga ekki, í gróðurþykkni eða holum og sækja oftast innan sólarhrings. Þær hafa til dæmis sést ræna strútshreiður og hola eggjunum niður einu og einu. Brúnhýenur leita matar ýmist einar eða nokkrar saman. Þær lifa í lauslega tengdum flokkum, þar sem oft er einn forystuhögni, þrír eða fjórir högnar honum undirgefnir, fjórar til sex fullorðnar læður og ung afkvæmi þeirra. Dýrin merkja slóð sína með vökva úr þefkirtlum, trúlega til að láta önnur dýr úr hópnum vita af ferðum sínum frekar en að þau séu að helga sér óðal. Brúnhýena er friðuð og talsvert útbreidd í Botswana, en í Namibíu og Suður-Afríku hefur henni fækkað verulega og er horfin af mörgum svæðum, einkum vegna veiða, en hún er talin vargur í hjörðum húsdýra, 137

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.