Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2001, Side 60

Náttúrufræðingurinn - 2001, Side 60
5. mynd. Dílahýena, Crocuta crocuta. (Nowak 1991.) sennilega að mestu að ósekju. Svo mikið er víst að ekki tókst að sýna fram á það í fimmtán ára könnun á stóru nautabúi í Transvaal að nokkur gripur hefði orðið brúnhýenu að bráð á þeim tíma. ■ DÍLAHÝENA Þessi tegund, Crocuta crocuta, lifði á sögulegum tíma í allri Afríku sunnan Sahara nema í hitabeltisregnskógunum. Undir lok ísaldar voru dílahýenur líka víða í Evrópu og Asíu. Þær eru enn útbreiddar í Afríku, einkum í þurru akasíukjarri, á gresjum og grýttu landi og þrífast allt að 4000 metrum yfir sjó. Sem fyrr segir er þetta stórvaxnasta hýenan. Hún þekkist auk þess frá ráka- hýenu og brúnhýenu á minni eyrum, á feldinum, sem er gulgrár með dökkum kringl- óttum dflum, og á því að faxið vantar að mestu (5. mynd). Þegar á dílahýenu er ráðist gefur hún frá sér hljóð sem minnir á hlátur (enda stundum nefnd ,,hláturhýena“). Einfara dýr gera vart við sig með eins konar spangóli, sem er fyrst dauft og tónninn djúpur en eflist svo og verður hvellara. Um kynjamun - eða öllu heldur fádæma líkindi kynjanna - verður fjallað síðar í grein- inni. Talið er að fleiri dýr séu uppi af dílahýenu en af nokkrri annarri tegund stórra rándýra í

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.