Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2001, Page 62

Náttúrufræðingurinn - 2001, Page 62
7. mynd. Ytri kynfœrin hjá karl- og kvendýrum dílahýenu eru harla lík. I efri röðinni má sjá reður högna; í hinni neðri er snípur læðu sýndurfrá sömu sjónarhornum. (Gould 1983.) Þær hafa löngum verið taldar hræætur. Pliníus eldri (21-79 e.Kr.) segir í Náttúrusögu sinni að hýenur séu „einu dýrin sem rjúfa grafir í leit að líkurn". Annar frægur náttúru- fræðingur, Conrad Gesner, sem lifði á 16. öld, greinir svo frá að hýenur sem komist í hræ belgi sig út af slíkri græðgi að kviður þeirra blási upp og verði jafnstríður og trumbuhúð. Síðan leiti dýrin að þröngri glufu milli tveggja steina eða tijástofna og troðist þar í gegn, svo leifamar af máltíðinni velli í senn ffam og aftur úr meltingarfærum þeirra. Sem fyrr segir eru hýenur - ekki síst dílahýenur - kræfar við veiðar þótt þær fúlsi ekki við hræjum fremur en mörg önnur rándýr. Ekki bætti úr skák að hýenur voru taldar bastarðar tveggja tegunda. Sir Walter Raleigh, sem tekinn var af lífi fýrir landráð 1618, skráði í dýflissu í Lundúnatumi (1614) Sögu heimsins, lofgerð um forsjá skaparans, er tekur yfir tímann frá sköpun heims fram á 2. öld f.Kr. Þar kemur fr am að Nói hafi ekki hleypt hýenunum í örkina, því þar hafi Drottinn einungis ætlað hreinkynja dýrum skipsrúm. Þegar flóðið sjatnaði áttu hýenur að hafa kviknað aftur við ónáttúrlega tímgun hunds og kattar. Þriðja og síðasta ávirð- ingin fólst í því að hýenur voru taldar tvíkynja, í senn karl- og kvenkyns. Þetta særði blygðunarkennd manna á miðöldum. Skýring- in á þessum misskilningi er að kyn dflahýenu verða vart aðgreind nema með því að skoða innri líkamsgerð. Snípur læðu er áþekkur lim högna að stærð, lögun og legu á bolnum (7. mynd), og eins og reður getur snípurinn risið. Við bætist að skapabarmamir eru grónir saman og mynda fellingar sem líta út eins og pungur högna (8. mynd), og inni í þessum sýndarpung eru meira að segja fituhnúðar sem minna á eistu. Einn fræðimaður lét samt ekki blekkjast. Aristóteles skrifaði á4. öld f.Kr.: „Því hefur verið haldið fram að hýenan sé bæði með karl- og kvenleg kynfæri. En það er ekki rétt.“ Á ókynþroska dílahýenulæðu er op kynfæranna aðeins rauf fremst á snípnum, engu stærra en op þvag- og sáðrásar á reðri högnans. Við kynþroska stækkar raufin þar til hún nær frá enda sníps að grunni hans. Á þessari rauf, og á spenum sem stækka á fyrstu meðgöngu, má greina fullorðnar kvenhýenur frá körlum. Þær eru auk þess stærri og þyngri en karlarnir, sem er óvenjulegt meðal spendýra, og forystudýr dílahýena eru jafnan læður. Komið hefur í ljós að dílahýenulæður eru með jafnmikið af karlhormónum í blóði og högnarnir, og þessi jöfnuður kemur fram strax í móðurkviði, þar sem ámóta mikið er af karlhormónum bæði í karl- og kvenfóstrum og í mæðrum þeirra. Þetta skýrir karllegt útlit hjá fullorðnum læðum af tegund dílahýenu. Læður af hinum hýenutegundunum - ráka- hýenu og brúnhýenu - eru jafnan á stærð við högnana eða minni, og þar fer styrkur karlhormóna eftir kyni eins og hjá öðrum spendýrum. 140

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.