Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2001, Síða 67

Náttúrufræðingurinn - 2001, Síða 67
Lífshættir lýsu VIÐ ÍSLAND ÓLAFUR KARVEL PÁLSSON Lýsa (Merlangius merlangus L.) er fiskur af þorskaætt (Gadidae). Á íslandsmiðum eru taldar 13 --------- eða 14 fisktegundir af þessari ætt, þar á meðal þorskur, ýsa og ufsi (Gunnar Jónsson 1992, Nelson 1994), sem teljast til helstu nytjastofna íslendinga. Lýsa telst hinsvegar ekki mikilvæg sem nytjastofn og er því lítt til umræðu á vett- vangi sjávarútvegs eða annars staðar í þjóðlífinu. Skráður lýsuafli varð mestur um 5 þúsund tonn árið 1960 og var þar eingöngu um afla erlendra þjóða að ræða (1. mynd). Tímabilið 1947-1968 var aflinn oftast meiri en tvö þúsund tonn. Hugsanlegt er að tiltölulega rnikill afli á þessum árum eigi sér skýringar í ástandi sjávar, sem einkenndist af hlýindum á þessu tímaskeiði. Ekki er þó unnt að fullyrða neitt um þetta. Önnur ár hefur aflinn yfirleitt verið minni en eitt þúsund tonn. Innlendur lýsuafli var fyrst skráður árið 1965 og hefur ekki farið yfir eitt þúsund tonn á ári. Lýsa er almennt talin góður matfiskur af þeim sem til þekkja. Lítill afli á því fremur rætur að rekja til þess að Ólafur Karvel Pálsson (f. 1946) lauk diplómprófi í fiskifræði frá háskólanum í Kiel, Þýskalandi, árið 1972 og doktorsprófi frá sama skóla árið 1979. Hann hefur starfað við fiskirannsóknir á Hafrann- sóknastofnuninni frá 1973, einkum á sviði stofn- mælinga og fæðurannsókna. Árin 1997-1999 starfaði Ólafur í Malaví í SA-Afríku, á vegum Þróunarsamvinnustofnunar íslands, sem ráðgjaft við fiskirannsóknir og veiðiráðgjöf um nýtingu fiskslofna í Malavívatni og fleiri vötnum þar um slóðir. stofninn er lítill, fiskurinn smár og útbreiðsla hans takmörkuð. Einnig má ætla að ein- hverjum hluta lýsuaflans sé landað með öðrum tegundum, t.d. ýsu. I bókinni Fiskarnir (Bjarni Sæmundsson 1926) er lýsunni þannig lýst (2. mynd): „Lýsan er fremur lítill fiskur, mikið minni en ýsan; í nágrannahöfunum tíðast 20-30 cm, hér 40-50, oft 60 cm og stunduin þar yfir. Stærstur fiskur hefir verið mældur hér 68 cm. f vexti er lýsan svipuð ufsa, gildust um miðjuna (hæð = 1/5 af lengd), en nokkuð þunnvaxin. Hún er nokkuð höfuðstór (höfuðið = 1/4 af lengd), snjáldur og munnur í meðallagi, lítið eitt undirmynnt, hökuþráður enginn. Skoltatennur í ystu röð eru allar stórar og hvassar. Augun eru í stærra lagi. Bolurinn er mjög stuttur, aðeins helmingur af höfuðlengd, því að raufin er framarlega, mitt undir fremsta bakugga, en stirtlan er all-löng og sterk. Uggarnir eru allir svipaðir og á þorski, nema fremri raufarugginn, sem er mjög langur; sporðurinn er örlítið sýldur. Eyruggarnir eru dálítið snubbóttir í endann, kviðuggarnir af vanalegri gerð. Hreistrið er all- stórt, en mjög þunnt; rákin beygist niður á við undir öðrum bakugga. Liturinn er nokkuð breytilegur, en altaf ljós, grágrænn á baki, silfurgljáandi á hliðum og mjólkurhvítur að neðan; rákin er eins lit og bakið, og dökkur díll er ofan við eyruggarótina; látúnsslikja er á baki og stundum á röndum á hliðunum, en hún hverfur fljótt er fiskurinn deyr.“ Þessa greinargóðu lýsingu hafa aðrir höfundar tekið upp í meginatriðum í síðari tíma yfirlitsritum um íslenska fiska (Gunnar Jónsson 1983 og 1992, Karl Gunnarsson o.fl. 1998). Náttúrufræðingurinn 70 (2-3), bls. 145-159, 2001. 145
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.