Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2001, Side 72

Náttúrufræðingurinn - 2001, Side 72
afli í togi (fjöldi fiska eða þyngd) er grundvöllur útreikninga. Hér er sú leið valin að reikna einfalt meðalgildi fiska í togi fyrir hvert ár tímabilsins 1985-2000. Aðhvarfs- ferill (,,smoother“) er síðan dreginn til að lýsa meginþróun stofnvísitöiunnar. ■ niðurstöður Lengdardreifing Lengdardreifing lýsu í stofnmælingu botnfiska í mars er sýnd á 4. mynd fyrir hvert ár 1985-2000 og í heild. Lýsan dreifist á lengdarbilið frá 8 cm upp í 79 cm, en meginfjöldinn var þó undir 50 cm. Fáar lýsur mældust stærri en 60 cm og 11 mældust stærri en 68 cm. Sú stærð hefur hingað til verið talin lengsta skráða lýsa á Islandsmiðum og á rætur að rekja til leið- angurs danska hafrannsóknaskipsins „Thor“ árið 1905 (Bjarni Sæmundsson 1925). Eins og sjá má á 4. mynd veiddust nokkrar lýsur um og yfir 70 cm árið 1986 og einnig árið 1988. Af þessum fiskum veiddist sú stærsta árið 1986 og reyndist hún 78 cm. Nýtt met var svo sett árið 1996, þegar 79 cm lýsa veiddist. Þessi eina lýsa kemur fram á 4. mynd með margföldum þunga vegna áhrifa talningar í því togi sem hún veiddist í. Svo virðist því sem fyrrgreint stærðarmet hafi verið bætt á undanförnum árum án þess að fiski- fræðingar hafi gert sér það ljóst á þeim tíma. Lengdardreifingin er mjög breytileg frá ári til árs. Oftast má sjá greinilega af- markaðan hóp fiska á bilinu 10-20 cm og er þar vafalítið um eins árs lýsu að ræða, eða tæplega eins árs miðað við hrygningu í maí-júní. Þessi hópur kemur skýrt fram í lengdardreifingunni íheild. Stöku sinnum má sjá topp á bilinu 25-30 cm, og nokkuð oft á bilinu 35-40 cm, og má ætla að þarna sé um tveggja og þriggja ára fisk að ræða. Hjá stærri fiski en 40 cm er ekki unnt að greina aldurshópa á grundvelli lengdar- dreifingar. Með góðum vilja má jafnvel greina áhrif tiltölulega sterkra árganga í lengdar- 150 dreifingunni. Þannig má ímynda sér að toppur 40-50 cm lýsu árið 1990 geti átt rætur í góðum toppi eins árs lýsu 1987. Einnig gætu toppar 30-35 cm lýsu 1995 og 35-40 cm lýsu 1996 átt rætur í góðum toppi eins árs lýsu 1994. ÚTBREIÐSLA Utbreiðsla lýsu er sýnd sem meðalfjöldi fiska í togi yfir allt tímabilið 1985-2000 (5. mynd A). Auk þess er meðalhiti við botn sýndur á 5. mynd B. I meginatriðum er mest af lýsu á svæðinu frá Meðal- landsbug vestur á Selvogsbanka. Einnig er tiltölulega mikið af lýsu í sunnan- verðum Faxaflóa. Þegar komið er vestur af Breiðafirði er orðið mjög lítið af lýsu (< 1 fiskur í togi) og er svo á mestöllu land- grunninu norðan lands og austan, að undanskildum fáeinum bleyðum á Vest- fjarðamiðum, t.d. í Víkurál og Djúpál. Á grunnslóð og inni á fjörðum er þó mun meira en utar, t.d. í fjörðum vestra, Húnaflóa og Mjóafirði eystra. Dreifing sjávarhita við botn er ekki áberandi lík útbreiðslu lýsu (5. mynd B). Meginsvæði lýsu virðast mun afmarkaðri en dreifing hita, t.d. sunnan lands, þar sem botnhiti er meiri en 6°C á stóru svæði en mesti þéttleiki lýsu er á tiltölulega afmörk- uðum svæðum og jafnvel við lægra hitastig en 6°C, eins og á Selvogsbanka. Einnig er hiti fremur lágur í sunnanverðum Faxaflóa, en þar er tiltölulega mikið af lýsu. Ennfremur er nokkuð af lýsu inni á fjörðum vestra og norðan lands, enda þótt sjávarhiti sé þar mjög lágur og mun lægri en utar, þar sem minna er af lýsu. Á 6. mynd má sjá meðalfjölda fiska í reit (,,tilkynningaskyldureit“) með tilliti til sjávarhita við botn og dýpis og eru línur dregnar með aðhvarfsfalli (,,smoother“). Greinilega er mest af lýsu þar sem sjávar- hiti er hæstur, eða um 6°C, og fer fjöldinn síðan minnkandi með lækkandi sjávarhita. Hann fer reyndar einnig minnkandi við hærra hitastig en 6°C. Ekki er þó um marktækt samband að ræða í þessu tilliti. Lýsa fæst á talsvert breiðu dýptarbili í nokkru magni, eða allt niður á 200-300 i

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.