Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2001, Side 75

Náttúrufræðingurinn - 2001, Side 75
7. mynd. Kynþroskahlutfall lýsu eftir lengd (A) og aldri (B). - Sexual maturity ofwhiting by length (A) and age (B). meðallengd eftir aldri vex á ný, þar sem reiknuð hámarkslengd (LM) er 69,8 cm samkvæmt gögnum frá 1972-1975 en 76,2 cm sam- kvæmt gögnum Bjarna Sæmundssonar. Hverfandi munur er á vaxtarstuðlinum, K, en sá stuðull er 0,203 samkvæmt yngri gögnum og 0,206 samkvæmt þeim eldri. Fæða Vægi helstu fæðuhópa lýsu er sýnt á 9. mynd sem meðalhlutfall (% þyngd) af heildarfæðu. Síli (Ammodytidae) og loðna (Mallotus villosus) eru greinilega yfirgnæfandi í fæðunni, eða um 30% af meðalþyngd fæðu í maga hvor hópur. Loðna er mjög áberandi sem fæða í mars en er ekki mikilvæg bráð á öðrum árstímum. Síli er samheiti þriggja teg- unda, þ.e. marsílis (Ammo- dytes marinus), sandsílis (A. tobianus) og trönu- sílis (Hyperoplus lanceo- latus). Hrossarækja (Crangon crangon) er þriðja algengasta fæðan með um 10% hlutdeild og síðan koma ýmsir aðrir fiskar og krabbadýr. Ljóst er því að fiskar eru langmikilvægasta fæða lýsu og krabbadýr næstmikilvægust. Á 10. mynd A sést að fiskar eru yfir- gnæfandi í fæðu lýsu af öllum stærðum nema í flokki þeirra minnstu (10-14 cm), en þar eru krabbadýr aðalbráðin. Bráð af öðru tagi en fiskar og krabbadýr er óverulegur hluti fæðunnar. Magn fæðu í maga fer vaxandi með lengd lýsu, eins og raunar hjá fiskum almennt, og fylgir veldisfalli (10. mynd B). Fæðumagnið er því um það bil í réttu hlutfalli við þyngd ránfisksins. Fjöldi bráða (10. mynd C) og meðalstærð bráðar (10. mynd D) vex einnig með lengd lýsu enda þótt fylgni sé mun lakari. Þessi sambönd eru þó einnig tölfræðilega marktæk. Stofnvísitala I togararalli í mars 1985-2000 var togað með botnvörpu á samtals 8994 stöðum um- hverfis land. 1 fleslum þessara toga, eða 7078, fékkst engin lýsa og nerna þau tog urn 79% af heildarfjölda toga. Jákvæð tog eru því 1906 og er tíðnidreifing þeiiTa sýnd á 11. mynd A. Sjá ntá að í nteira en helmingi jákvæðra toga (1119) fengust 10 fiskar eða færri. Meira en 1000 fiskar fengust í aðeins 24 togum. Á 11. mynd B er stofnvísitala sýnd, ásamt aðhvarfslínu, sem einfalt rneðal- gildi fiska í togi. Greinilegt er að ntikill 153

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.