Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2001, Síða 77

Náttúrufræðingurinn - 2001, Síða 77
9. mynd. Helstu fœðuhópar lýsu 1992. - Prey groups of whiting in 1992 (% by weight). og verður kyn- þroska tveggja til þriggja ára, sam- kvæmt þeim gögn- um sem hér hefur verið lýst. Lengd hennar er þá um það bil helmingur af hámarkslengd, eða 36 cm. Bjarni Sæ- mundsson (1925) telur að reglan sé sú að lýsan verði kynþroska um 40 cm að lengd þegar hún er þriggja ára. Hér er því allgott samræmi milli niður- staðna, enda þótt hálf öld hafi liðið milli söfnunar gagna. Eins og fram kom í kaflanum um lengdardreifingu er lengsta lýsa sem mæld hefur verið hér við land 79 cm. Reiknuð há- markslengd samkvæmt gögnum Bjarna Sæmundssonar, 76 cm, er því býsna nálægt „hámarkslengd“ samkvæmt mælingum. Bjarni Sæmundsson (1925) ályktaði að lýsa verði sennilega ekki eldri en 10 ára. Hann hafði þó ekki annað fyrir sér í þeim efnum en að hafa ekki aldursgreint eldri lýsu en 8 ára. Sambandið milli meðal- lengdar og aldurs, skv. gögnum Bjarna, gefur meðallengdina 67 cm hjá 10 ára lýsu, 73 cm hjá 15 ára og 75 cm hjá 20 ára lýsu. Með hliðsjón af þessu mætti álykta að lýsa gæti svo sem orðið eldri en 10 ára. A hinn bóginn ber að hafa í huga að gögn eru nokkuð takmörkuð í þessu tilliti og því ef til vill best að afla frekari gagna áður en meira er fullyrt um þetta. Samkvæmt þeim niðurstöðum sem hér hefur verið lýst er fæða lýsu l'remur einhæf og takmarkast að mestu við fiskmeti, en krabbadýr af ýmsu tagi eru þó ríkjandi fæða hjá minnstu lýsunni. Þessi niður- staða er nokkuð frábrugðin lýsingu Bjarna Sæmundssonar (1926) sem tilgreinir orma og skeldýr sem fæðu, þó ekki sem aðalfæðu. Ekki verður dregið í efa að Bjarni Sæmundsson hefur greint slíka fæðu hjá lýsunni. Líklegt er þó, miðað við síðari rannsóknir, að slík bráð sé fremur tilviljanakennd og hafi hverfandi vægi í heildarfæðunni. Upplýsingar um stofnstærð lýsu er helst að finna í gögnum um stofnmælingar botnfiska í mars. Þær niðurstöður benda til talsverðs breytileika frá ári til árs. Svo virðist sem stofninn hafi verið í lægð um miðjan níunda áratug síðustu aldar, í hámarki um miðjan síðasta áratug og hafi minnkað lítillega á síðustu árum. Þar sem ekki er um teljandi veiðar að ræða úr þessum stofni kemur helst til álita að hér sé um náttúrlega þróun að ræða, enda þótt ekkert liggi fyrir um orsakir hennar. Eins og hér hefur komið fram hafa rann- 155
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.