Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2001, Side 84

Náttúrufræðingurinn - 2001, Side 84
2. mynd. „Lúpínufronturinn“ leggur undir sig lyngbrekku í fjörðum eystra. Ljósm. Hjörleifur Guttormsson, 3. júií 2001. Landgræðsla ríkisins og Skógrækt ríkisins bera höfuðábyrgð á lúpínuplágunni þar eð talsmenn þessara stofnana hafa rekið ein- hliða áróður fyrir lúpínu sem landgræðslu- plöntu og auk þess hvatt almenning til að sáldra henni sem víðast 83. mynd). Enn neita forsvarsmenn þessara stofnana að horfast í augu við afleiðingar gerða sinna, þótt þeim fjölgi óðum sem sjá í hvert óefni stefnir. Pólitíska ábyrgð bera viðkomandi stjórnvöld, ekki síst landbúnaðar- og umhverfisráðherrar. Lög um landgræðslu frá 1965 eru einhver mesti forngripur í íslensku lagasafni og hafa ekki fengist endurskoðuð þrátt fyrir hátíðleg loforð viðkomandi ráðherra í heilan áratug. Inn í lög um náttúruvernd nr. 44/1999 fengust þó sett ákvæði um innflutning, ræktun og dreifingu lifandi lífvera (41. grein). í fram- haldi af því gaf umhverfisráðuneytið út reglugerð nr. 583/2000 um innflutning, ræktun og dreifingu útlenskra plöntu- tegunda og skipaði sérfræðinganefnd stjórnvöldum til ráðgjafar. Lítið hefur enn heyrst um stefnumörkun og aðgerðir á grundvelli þessa. ■ RANNSÓKNIR OG ÓTVÍRÆÐ REYNSLA Margir hafa á undanfömum árum varað við hættu sem gróðurríki landsins stafar af inntlutningi og dreifingu öflugra framandi tegunda. Af dugnaði og framsýni hafa nokkrir sérfræðingar staðið fyrir rann- sóknum á útbreiðslu og framvindu slíkra tegunda. í byrjun þessa árs birtist á vegum Rannsóknastofnunar landbúnaðarins rit eftir þrjá vísindamenn undir heitinu Gróðurframvinda í lúpínubreiðum (fjölrit Rala nr. 207). Þar eru dregnar saman niðurstöður úr 12 ára rannsóknum sem staðfesta í meginatriðum þau varnaðarorð sem uppi hafa verið höfð um þessa öflugu landgræðslutegund. „Hún getur einnig 162

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.