Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2001, Side 86

Náttúrufræðingurinn - 2001, Side 86
numið land og breiðst yfir algróin svæði með lágvöxnum mólendisgróðri þar sem hún gerbreytir gróðurfari," segja höfundarnir Borgþór Magnússon, Sigurður H. Magnús- son og Bjarni Diðrik Sigurðsson í áður- nefndri ritgerð (4. mynd). „Köfnunarefnis- binding, ör vöxtur, stærð og breiðumyndun eru allt eiginleikar sem gera henni þetta kleift. Víðáttumikil svæði hér á landi standa lúpínunni opin berist hún inn á þau ... Niðurstöðurnar benda til að við land- græðslu með lúpínu þurfi að sýna mikla aðgát.“ Þessu til viðbótar bendi ég lesendum á fróðlega grein eftir Sturlu Friðriksson sem birtist í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins 10. júní 2001 undir heitinu Lúpínustríð. Þar lýsir þessi virti vísindamaður reynslu sinni af glímu við lúpínu um langt skeið á friðuðum skika í Borgarfirði vestra. Útbreiðsla lúpínu getur gerst mjög hratt eftir að plantan hefur komið sér vel fyrir. Engan tíma má missa vilji menn bregðast við annars auðsæjum ófarnaði. Verði ekki að gert stefnir í að land bláni af lúpínu ár hvert í stað berja. Pöstfang/Netfang/Heimasíða HÖFUNDAR Hjörleifur Guttormsson Mýrargötu 37 740 Neskaupstaður hjorleifur@eldhom.is http://www.eldhom.is/hjorleifur 164

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.