Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2001, Blaðsíða 87

Náttúrufræðingurinn - 2001, Blaðsíða 87
SIGURÐUR STEINÞÓRSSON Myndun MEGINLANDSSKORPU Yfirborð jarðar skiptist í hafsbotns- og meginlandsskorpu, sem Alfred Wegener nefndi sima (Si, Mg) og sial (Si, Al) eftir þeim frumefnum sem hann taldi einkenna samsetningu þeirra (Schwartzbach 1986). Skorp- an flýtur á eðlisþyngra efni jarð- möttulsins og milli skorpu og möttuls eru skýr mörk í hraða jarðskjálfta- bylgna, sem nefnd eru Mohorovicic- mörk eða Moho. Hafsbotnsskorpan er yfirleitt 6-8 km þykk en megin- landsskorpan um 40 km þykk að meðaltali. Bergfræðilega, eða berg- efnafrœðilega, er möttullinn peri- dótít, hafsbotnsskorpan basalt en meginlandsskorpan að mestu granít (sjá 1. töflu). Nú er vitað að þessar meginbergtegundir tákna eins konar áfanga í þróunarferli jarðar: Basalt myndast við bráðnun úr peridótíti en granít (meðal annars) við bráðnun úr basalti, svo seni lýst er á 1. mynd (Iherzólít og harzbúrgít eru afbrigði af peridótíti). í fyrsta áfanganum myndast basalt úr Iherzólíti en harz- búrgít verður eftir; í öðrum áfanga myndast rhýólít úr vötnuðu basalti og eins konar harzbúrgít verður eftir; og loks bráðnar granít úr seti (grávakka o.fl.) en granúlít verður eftir. Þannig vex rúmmál sial smám saman en sima sameinast möttlinum aftur. Hafsbotnsskorpan myndast á rek- hryggjum og eyðist á niðurstreymisbeltum, líkt og á gríðarlegum færiböndum. Elstu hlutar hafsbotnsins eru frá júratímabilinu, um 200 milljón ára, en hlutar meginlands- skorpunnar eru miklu eldri - elsta berg sem aldursgreint hefur verið er tæpra 4000 milljónára(3.mynd). Sigurður Steinþórsson (f. 1940) lauk B.Sc. Honours-prófi í jarðfræði frá háskólanum í St. Andrews í Skotlandi 1964 og Ph.D.-prófi í berg- og jarðefnafræði frá Princeton-háskóla, New Jersey, 1974. Rannsóknir hans síðan hafa einkum verið á þeim sviðum, en Sigurður hefur verið starfsmaður Raunvísindastofnunar Háskólans síðan 1970 og fastur kennari við HÍ frá 1974. 1. tafla: Eðlisþyngd (g/cm3) og þungahlutföll nokkurra efna (%) íþremur bergtegundum. P sío2 A1A MgO Peridótít 3,3 42 4 31 Basalt 2,7 50 15 9 Granít 2,2 70 14 1 Náttúrufræðingurinn 70 (2-3), bls. 165-174, 2001. 165
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.