Náttúrufræðingurinn - 2001, Blaðsíða 87
SIGURÐUR STEINÞÓRSSON
Myndun
MEGINLANDSSKORPU
Yfirborð jarðar skiptist í hafsbotns-
og meginlandsskorpu, sem Alfred
Wegener nefndi sima (Si, Mg) og sial
(Si, Al) eftir þeim frumefnum sem
hann taldi einkenna samsetningu
þeirra (Schwartzbach 1986). Skorp-
an flýtur á eðlisþyngra efni jarð-
möttulsins og milli skorpu og möttuls
eru skýr mörk í hraða jarðskjálfta-
bylgna, sem nefnd eru Mohorovicic-
mörk eða Moho. Hafsbotnsskorpan
er yfirleitt 6-8 km þykk en megin-
landsskorpan um 40 km þykk að
meðaltali. Bergfræðilega, eða berg-
efnafrœðilega, er möttullinn peri-
dótít, hafsbotnsskorpan basalt en
meginlandsskorpan að mestu granít
(sjá 1. töflu). Nú er vitað að þessar
meginbergtegundir tákna eins konar
áfanga í þróunarferli jarðar: Basalt
myndast við bráðnun úr peridótíti en
granít (meðal annars) við bráðnun
úr basalti, svo seni lýst er á 1. mynd
(Iherzólít og harzbúrgít eru afbrigði
af peridótíti). í fyrsta áfanganum
myndast basalt úr Iherzólíti en harz-
búrgít verður eftir; í öðrum áfanga
myndast rhýólít úr vötnuðu basalti og
eins konar harzbúrgít verður eftir;
og loks bráðnar granít úr seti
(grávakka o.fl.) en granúlít verður
eftir. Þannig vex rúmmál sial smám
saman en sima sameinast möttlinum
aftur.
Hafsbotnsskorpan myndast á rek-
hryggjum og eyðist á niðurstreymisbeltum,
líkt og á gríðarlegum færiböndum. Elstu
hlutar hafsbotnsins eru frá júratímabilinu,
um 200 milljón ára, en hlutar meginlands-
skorpunnar eru miklu eldri - elsta berg sem
aldursgreint hefur verið er tæpra 4000
milljónára(3.mynd).
Sigurður Steinþórsson (f. 1940) lauk
B.Sc. Honours-prófi í jarðfræði frá
háskólanum í St. Andrews í Skotlandi
1964 og Ph.D.-prófi í berg- og
jarðefnafræði frá Princeton-háskóla,
New Jersey, 1974. Rannsóknir hans
síðan hafa einkum verið á þeim
sviðum, en Sigurður hefur verið
starfsmaður Raunvísindastofnunar
Háskólans síðan 1970 og fastur
kennari við HÍ frá 1974.
1. tafla: Eðlisþyngd (g/cm3) og þungahlutföll nokkurra
efna (%) íþremur bergtegundum.
P sío2 A1A MgO
Peridótít 3,3 42 4 31
Basalt 2,7 50 15 9
Granít 2,2 70 14 1
Náttúrufræðingurinn 70 (2-3), bls. 165-174, 2001.
165