Náttúrufræðingurinn - 2001, Qupperneq 88
Cpx
Cpx
Cpx
Kz
Ól Opx
Kz Ab
D
Or
1. mynd. Flœðirít og efnakerfi (þríhyrningar) sýna hvernig meginlandsskorpa þróast í
áföngum úr möttulefni. Kz - kvars; Ab - albít; Or - orþóklas; Cpx - klínópýroxen (ágít); Pl
- plagíóklas; Ól - ólivín; Opx - orþópýroxen (hýpersthen); Sp - spínill; Hb - hornblendi.
Flœðirit (neðri hluti); Basalt (ólivín-þóleift, B) myndast við 20-30% bráðnun
möttulefnisins Iherzólíts (A), en efnið sem eftir situr heitir harzbúrgít. Basaltið vatnast ísjó
eða grunnvatni og myndbreytist í amfibólít, og hitni það upp aftur myndast kísilrík bráð,
rhýólít (C). Á niðurstreymisbeltum „steypist" hafsbotnsskorpan niður ímöttulinn aftur og
blandast honum (amfibólít Iherzólít), en bráð sem við það myndast er andesít. Fyrsta
meginlandsskorpa jarðar hefur sennilega myndast líkt og rhýólítið á Islandi (A -*B-*C),
en sfðar tóku við stórvirkari ferli með hringrás setbergs (C~*D). Við uppbráðnun á seti
(grávakka) aðskiljast granít og granúlít (D).
Efnakerfi (þríhyrningar): A: Kerfið Ól-Cpx-Kz. við háan þrýsting. Efri möttulljarðar, sem
basalt bráðnar úr, er Iherzólít (ólivín + orþópýroxen + klínópýroxen + Al-steind). Við
háan þrýsting myndast bráð með samsetningu rauða depilsins í þríhyrningnum. Þegar
bráðin stígur til yfirborðsins „þróast “ hún vegna ólivín-kristöllunar af völdum þrýstiléttis
að rauða + í þríhyrningi B. B: Kerfið Ól-Cpx-Kz við lágan þrýsting: Þróun bráðar við
lágan þrýsting erfrá ólivín-þóleiíti (rauður +) til þóleiíts (rauður depill). C: Kerfið Ól-
Cpx-Kz með vatni: Þegar vatnað basalt bráðnar myndast rhýólít-bráð (rauður depill). D:
„ Granít-kerfið “ (Ab-Or-Kz): Við bráðnun á margskonar vötnuðu seti myndast bráð með
samsetningu graníts (rauður depill).
■ aldur meginlands-
SKORPUNNAR
„I see no vestige of a beginning and no
prospect of an end“ - Ég sé hvorki merki um
upphaf né endi (jarðsögunnar) - skrifaði
Skotinn James Hutton fyrir rúmlega 200
árum. Því enda þótt flestir teldu þá að ekki
væru nema rúm 6000 ár síðan almættið lauk
sköpunarverkinu, hafði Hutton áttað sig á
því, fyrstur manna, að ferli jarðar fylgja
aðferð eilífðarinnar og fara í hring: Landið
rýfst niður, efnin berast til sjávar og mynda
setlög, sem síðar geta hafist upp á nýjan leik
í fellingafjöllum sem aftur rjúfast niður, og
svo framvegis. Og sennilega hefur Hutton
grunað að til alls þessa nægðu 6000 ár
hvergi. Löngu áður en kenningar um landrek
166