Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2001, Page 95

Náttúrufræðingurinn - 2001, Page 95
6. myncl. Jökulnúið gnœs í Finnlandi. (Þorleifur Einarsson 1991, bls. 208.) ískur en hinn neðri granúlítískur. Geisla- virku efnin í granítinu, einkum 40K, mynda varmann í efri hluta skorpunnar þegar þau sundrast. Þetta rímar við aðra niðurstöðu sem athugulir menn höfðu komist að, nefnilega að elstu hlutar meginlands- skjaldanna eru granúlít en yngri hlutarnir granít - tímans tönn nagar graníthlutann smám saman ofan af granúlítinu sem þá birtist á yfirborði. ■ „EVRÓPUSNIÐ" OG MYNDUN MEGINLANDS- SKORPU Á síðustu áratugum 20. aldar sameinuðust allmörg Evrópulönd um rannsóknarverkefni sem nefndist „European Geotraverse“ (Wedepohl 1995). Ein niðurstaðan er 8. mynd, sem sýnir snið gegnum jarðskorpu Vestur-Evrópu frá Eystrasalti til Mið- jarðarhafs. Þar kemur fram það sem áður var spáð, að undir þykkum setlögum er lagskipt skorpa; efri hlutinn er granít og gnæs en neðri hlutinn ýmiss konar granúlít. Neðan við Moho-mörkin tekur svo möttullinn við (V = 8 km/sek.). 1 ljósi þessa verður ný meginlands- skorpa til í rótum fellingafjalla, en eins og áður sagði myndast þau yfir niður- streymisbeltum. Sýnt hefur verið fram á að í setbunka með meðal-efnasamsetningu grávakka er varmamyndun af völdum geislavirkra efna hraðari en varmatapið ef setbunkinn er meira en 40 km þykkur. Þá hitnar bergið upp „af sjálfu sér“, mest neðarlega í bunkanum þar sem varmatap er minnst. Þar kemur að lágbrœðslupunkti (eutectic) bergsins er náð, lágbræðslu- hlutinn safnast í lög (gnæs, 2. og 6. mynd) sem síðan sameinast í stærri massa sem rísa í átt til yfirborðsins - það heita granít- hleifar og einkenna kjarna fellingafjalla. Eftir því sem fellingafjöllin rísa eykst rofhraðinn og efni berst burt með straum- vötnum og stundum jöklum. Við það rís fellingakeðjan líkt og skip sem verið er að afferma, því djúpar rætur hennar eru miklu eðlisléttari en möttullinn sem hún flýtur á (1. tafla). 7. mynd. Jarðhitastigull A er eins og vœnta mœtti ef meginuppspretta varmastreymis við yfirborð vœri í jarðmöttlinum. Jarð- hitastigull B er luns vegar afleiðing þess að verulegur hluti varmamyndunar er í efri liluta skorpunnar. Miðað við feril A vœri hiti í botni 10 km djúprar borholu um 400°C en samkvœmt ferli B 100°C. 173

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.