Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2001, Side 96

Náttúrufræðingurinn - 2001, Side 96
8. mynd. Skjálfta- og bergfrœðisnið gegn- um Vestur-Evrópu. (Johannes og Holtz 1996.) Með vísan til 3. myndar er guli kraginn kringum hinn gamla meginlandsskjöld Norður-Ameríku ný meginlandsskorpa - Appalachiafjöll að austan eru frá Kale- dóníu- og Harzfellingahrinunum og smám saman að rjúfast niður, en Klettafjöllin að vestan tilheyra Alpafellingunni og eru enn í myndun, eins og eldvirknin þar sannar. A tímum Kaledóníufellingarinnar lokaðist Norður-Atlantshaf og fellingakeðja lá norður austurströnd Bandaríkjanna um Nýfundnaland, Bretland, Austur-Grænland og Vestur-Skandinavíu. Fjallgarður Harz- fellingarinnar lá einnig upp austurströnd Bandaríkjanna en síðan austur yfir suður- hluta Bretlands og Mið-Evrópu. Norður- Atlantshaf byrjaði að opnast fyrir um 65 m.á. jafnframt því sem Alparnir tóku að rísa á mörkum Evrópu og Afríku. Svæðin á meginlandsskildi Norður-Ameríku (3. mynd) sýna að þessi ferli hafa verið að verki nær því frá upphafi jarðarinnar og meginlöndin jafnframt stöðugt að vaxa. ■ HEIMILDIR Hamblin, W.K. & Christiansen, E.H. 2001. Earth’s Dynamic Systems. Ninth Edition. Prentice Hall, Upper Saddle River, N.J. Johannes, W. & Holtz, F. 1996. Petrogenesis and Experimental Petrology of Granitic Rocks. Springer Verlag, Berlin. Schwartzbach, M. 1986. Alfred Wegener, the father of continental drift. Springer Verlag, Heidelberg. Stefán Arnórsson 1993. Inngangur að bergfræði storkubergs. Náttúrufræðingurinn 62. 181- 205. Wedepohl, K.H. 1995. The composition of the continental crust. Geochimica et Cosmo- chimica Acta59. 1217-1232. Þorleifur Einarsson 1991. Myndun og mótun lands - Jarðfræði. Mál og menning, Reykjavík. PÓSTFANC HÖFUNDAR Sigurður Steinþórsson Jarðfræðahúsi háskólans við Hringbraut IS-107Reykjavík sigst@raunvis.hi.is 174

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.