Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2001, Síða 97

Náttúrufræðingurinn - 2001, Síða 97
Fréttir „SEGÐU ÞAÐ MEÐ BLÓMUM“ Einn af lesendum New Scientist gróf nýlega upp forvitnilega frétt í læknaritinu British Medical Journal frá árinu 1999. Þar er vakin athygli á áður óþekktri verkun vinsæls stinningarlyfs: „Viagra (sildenafilsítrat) er til fleiri hluta nytsamlegt en að vinna gegn getuleysi karla. ísraelskir og ástralskir vísindamenn hafa uppgötvað að þunnar lausnir af lyfinu geta einnig aukið geymslutíma afskorinna blóma í verslunum. Leggir þeirra haldast uppréttir um viku lengur en sem svarar náttúrlegri endingu.“ Örnólfur Thorlacius rakst á þetta gullkorn í New Scientist 21. apríl 2001, bls. 96. S VO SEM ÞÉR SÁIÐ Tíu virtir umhverfisfræðingar í Bandaríkjunum hafa varað við því að ástandi jarðar geti brátt stafað meiri hætta af landbúnaði en af gróðurhúsaáhrifum og ósoneyðingu. Þeir benda í þessu sambandi á eyðingu regnskóga, mengun af völdum niturs og útbreiðslu sjúkdóma eins og gin- og klaufaveiki og kúariðu. Þeir telja að á næstu 50 árum muni fjölgun jarðarbúa, og þar með aukin þörf fyrir kjöt, verða til þess að nýtt landsvæði á stærð við Bandaríkin verði lagt undir landbúnað. Þar með rnuni trúlega hverfa „megnið af regnskógunum og savannagresjunum í Rómönsku-Ameríku og Mið-Afríku, þar sem nú er einna mest fjölbreytni í tegundum í lífríki jarðar“, eins og haft er í New Scientist eftir David Tilman, umhverfisfræðingi við Minnesotaháskóla og einum tíu- menninganna. í skýrslu sinni vara þeir við því að dýrasjúkdómar muni berast í menn. Vitað er að margir sjúkdómar í mönnum eru upprunnir í húsdýrum. Auk þess eykur sívaxandi þéttleiki húsdýra hættuna á farsóttum í dýrunum, eins og gin- og klaufaveikifaraldurinn í Evrópu ber vitni. „Farsóttir í húsdýrum eru fyrirsjáanleg afleiðing af þéttri kvikfjárrækt þar sem erfðabreytileiki dýranna er lítill,“ er haft eftir Tilman. í skýrslunni er einnig varað við því að mengun frá landbúnaði, svo sem af áburði og eiturefnum, geti raskað vistkerfum um allan heim. Bent er á ofauðgun stöðuvatna og strandsvæða í sjó, þar sem áburðarsölt frá bújörðum hafa valdið ofvexti í eitruðum þörungum sem eyða fiskum, menga neysluvatn og sýra jarðveg. í Mexíkóflóa er nú „dautt hafsvæði“ á stærð við New Jersey af völdum afrennslis sem borist hefur frá landbúnaði með Mississippifljóti. Þetta boðar það sem koma skal. Á stórbúum, þar sem alin eru 10 000 eða fleiri naut eða svín (Tilman talar um „cattle and hog factories“), verður til eins mikið skolp og í borgum. „Munurinn er að bændumir þurfa ekki að eyða þessu skolpi eins og borgarbúar sínum saur.“ Sú eyðing tegunda, „meiri en dæmi eru um“, sem Tilman gerir ráð fyrir að hljótast muni af stórauknum landbúnaði, gæti ofan á annað magnað þær loftslagsbreytingar sem spáð er af öðrum orsökum. Samstarfsmaður Tilmans í Minnesota, Peter Reich, hefur fært rök að því að fækkun tegunda í vistkerfum muni verða til þess að kerfin bindi minna koltvíoxíð en ella, svo styrkur þess í gufuhvolfinu muni enn aukast. „Tegundasnauður heimur,“ ályktar Reich, „verður líka heitari heimur." New Scientist 21. apríl2001, bls. 11. Örnólfur Thorlacius tók saman. 175
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.