Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2002, Side 7

Náttúrufræðingurinn - 2002, Side 7
2. mynd. Á botni Mývatns er að finna óvenjulega falleg og regluleg form af Cladophora aegagropila, sannkallaða vatnabolta 10-15 cm í þvermál. Ljósm. Guðmundur Páll Olafsson. Cl. aegagropila. Er nú litið á umgetnar smátegundir sem afbrigði eða staðbrigði, en af því leiðir að aðaltegundin verður ákaflega formbreytileg og virðist geta þrifist við margvísleg skilyrði. Ekki er alveg ljóst hvenær Cladophora aegagropila er fyrst getið frá Islandi, en í elslu skrá yfir plöntur landsins, sem Þjóð- verjinn O.F. Miiller samdi og birtist í tímariti í Nlirnberg 1770, er getið um Conferva aegagropila, sem gæti vel verið umrædd tegund. Skráin byggðist á safni J.G. Königs læknastúdents frá árunum 1764-1765. König þessi var frábær safnari og því er þessi skrá furðulega heildstæður listi yfir plönturíki landsins. Líklegast er að hann hafi fundið tegundina í Mývatni. Þetta nafn gengur svo aftur í flestum plöntulistum á 19. öld, en frönsku þör- ungafræðingarnir Belloc (1894) og Hariot (1893), sem söfnuðu hér laust fyrir alda- mótin 1900, geta hennar ekki, né heldur Bprgesen 1899. Sigurður Pétursson (1948) getur fyrstur manna um Cladophora aegagropila í Mý- vatni: „Aegagropila. I Mývatni var mikið um Aegagropila sauteri, þegar Finnur Guðmunds- son var þar við rannsóknir sumarið 1939. Þegar ég kom að Mývatni sumarið 1945, var mjög mikið af Aegagropila í fjörunni hjá Skútu- stöðum." (Náttúrufræðingurinn 18, bls. 18.) ■ nafngiftirá íslensku I grein sem ég ritaði í tímaritið Heima er bezt urn þörungagróður í Mývatni og fleiri vötnum 1971, stendurþetta m.a. (bls. 100): „I Mývatni rekur oft töluvert af örsmáum, grænum, dúnkenndum hnoðrum, sem kalla mætti vatnadún. Sumir hnoðrarnir eru næstum kúlu- laga og allþéttir í sér. [...] Þörungur þessi kallast á fræðimáli Aegagropila.“ í bók minni „Veröldin í vatninu", sem út kom 1979, gat ég um nafngift Mývetninga en bætti við: „Það er betur við hæfi að kalla hann vatnadún eða vatnafisC Fræðinafnið aegagropila kvað merkja 181

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.