Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2002, Side 8

Náttúrufræðingurinn - 2002, Side 8
3. mynd. Kortið sýnir útbreiðslu Cladophora aegagropila seni nú er þekkt (rauðir punktar). Kortið er birt með leyfi Isamu Wakana sem kynnti það á ráðstefnu í Tokyo í janúar 2002 (van den Hoek 1963,1 Wakana ofl. 2001). það sama og íslenska orðið mýll (ft. mýlar), þ.e. steinharður, kúlulaga kökkur, sem finnst stundum í meltingarvegi sauðkinda, getur valdið vanþrifum og jafnvel dauða, sérstaklega hjá lömbum. Efnið í mýlum er vanalega ull eða annað ómeltanlegt drasl, sem kindurnar éta. Hefur kúluform þörungsins líklega þótt líkjast þessu fyrirbæri. Með hliðsjón af því virðist nærtækt að kalla það vatnamýl, eins og Árni Einarsson stakk upp á og notaði sem yfirskrift greinar í Morgun- blaðinu 1999. Þá er þess að gæta að ýmsar aðrar plöntur eða plöntuleifar geta vöðlast saman og myndað kúlur í vötnum og tjörnum. Þar er aðallega unt að ræða mosa, dauðan eða lifandi, sem losnar af bökkum eða botni, og vindhreyfingar í vatninu vöðla upp á svipaðan hátt og þörungnum. Um það efni hefur Ævar Petersen ritað grein í Náttúrufræðinginn (1988). Þessar mosakúlur kallar hann „vatnamýs“, með hliðsjón af mosagrónum steinvölum, sem stundum má finna á jökulís og Jón Eyþórs- son (1950) gaf nafnið jöklamýs. Flestir íslenskir líffræðingar sem ritað hafa um lífríki Mývatns hafa kosið að nota heitið kúluskítur um tegundina Cl. aega- gropila, og t.d. er ekki viðhaft annað íslenskt nafn í bókinni „Náttúra Mývatns“ (Hið ísl. náttúrufræðifélag 1991). Ég tel það mjög miður að þeir skuli ekki hafa séð sér fært að finna annað nafn á þetta merkilega náttúrufyrirbæri, sem gæti átt eftir að auka frægð Mývatns svo um munar og því getur skipt verulegu máli hvaða nafn festist við það. Varla er hægt að líta á orðið kúluskítur sem tegundarheiti. Það á fyrst og fremst við eitt af þremur aðalformun Cl. aegagropila og raunar það sjaldgæfasta. Það er til dæmis út í bláinn að tala um kúlu- skít í Þingvallavatni, þar sem kúluformið er ekki til. (Hver myndi vilja efna til „kúlu- skítshátíðar" við Mývatn?) I enskum fræðibókum kallast þessar vatnakúlur „lake-balls“ eða „Cladophora- balls“, en líka er getið um nafnið „duck- weed balls“. í þýskum bókum má finna nöfnin „Seeballen", „Seeballe“ og „See- knödel". Við Sorpvatn á Sjálandi kallast þær „Gedeboller“ (geitabollur). Með hliðsjón af þessum nöfnum má vel hugsa sér að kalla þörungakúlurnar í Mývatni vatnabolta án þess að gera það að tegundarnafni, enda er hnattformið alls ekki dæmigert fyrir vaxtarlag tegundar- 182

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.