Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2002, Page 9

Náttúrufræðingurinn - 2002, Page 9
4. mynd. Cladophorci aegagropila, í Snjóholtsvötnum, Héraði, Eiðaþinghá. Kúlurnar eru ekki eins stórar eða reglulegar eins og í Mývatni. Ljósm. Helgi Hallgrímsson, 19. ágúst 1997. innar, heldur staðbrigði sem verður til við sérstakar aðstæður. Á sama hátt má nota orðin vatnadúnn eða vatnafis um dúnformið. Ættkvíslin Cladophora hefur verið nefnd kvíslþráðungur (Helgi Hallgríms- son 1979) vegna greinavaxtarins, sem er höfuðeinkenni hennar. Þær tvær tegundir sem vaxa í sjávarfjörunr, C/. rupestris og Cl. sericea hafa verið nefndar „stein- skúfur“ og „grænskúfur" (Sigurður Jóns- son og Karl Gunnarsson 1978). Auk C/. aegagropila hafa verið skráðar þrjár tegundir í fersku vatni hérlendis, C/. fracta Kiitz., C/. glomerata (L.) Kiitz. og C/. rivularis (L.) van den Hoek. C/. glomerata er algeng og áberandi í straumvatni um allt land og er því réttnefnd „árskúfur". Hinar eru fágætar. Til samræmis við þessar nafngiftir ætti að nefna C/. aegagropila „vatnaskúf“. Þá er eðlilegt að ættkvíslin Cladophora verði nefnd skúfþörungur eða skúfur. ■ VAXTARSTAÐIR OG ÚTBREIÐSLA Vatnaskúfur er þekktur unt alla Evrópu norðan Alpafjalla, einnig frá Japan þar sem hann hefur fundist í mörgum vötnum. Ég hef ekki heimildir um tilveru hans í Ameríku né á suðurhveli jarðar (3. mynd). Útbreiðslan virðist vera fremur norðlæg og hann virðist vaxa fremur til fjalla en á láglendi þegar sunnar dregur. Gams ritar í flóru sinni (1969): „In tiefen, sauerstoffreichen Seen, besonders in Nord-Europa sehr verbreitet, in Mittel- und Sudeuropa infolge Verschmutzung in starkem Riickgang." (I djúpum og súrefnisríkum vötnum, einkum mjög útbreidd í Norður-Evrópu en á hröðu undanhaldi í Mið- og Suður-Evrópu vegna mengunar.) Árni Einarsson segir í viðtalinu við Elínu: „Aðeins í tveimur vötnum í heiminum, á Islandi og í Japan, nær kúluskíturinn að vaxa upp í hinar sérstæðu, stóru kúlur. Annars staðar virðast þær vera horfnar." Reyndar er nú vitað um eitt vatn í Eistlandi með álíka stórum kúlurn, en ljóst er af 183

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.