Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2002, Síða 9

Náttúrufræðingurinn - 2002, Síða 9
4. mynd. Cladophorci aegagropila, í Snjóholtsvötnum, Héraði, Eiðaþinghá. Kúlurnar eru ekki eins stórar eða reglulegar eins og í Mývatni. Ljósm. Helgi Hallgrímsson, 19. ágúst 1997. innar, heldur staðbrigði sem verður til við sérstakar aðstæður. Á sama hátt má nota orðin vatnadúnn eða vatnafis um dúnformið. Ættkvíslin Cladophora hefur verið nefnd kvíslþráðungur (Helgi Hallgríms- son 1979) vegna greinavaxtarins, sem er höfuðeinkenni hennar. Þær tvær tegundir sem vaxa í sjávarfjörunr, C/. rupestris og Cl. sericea hafa verið nefndar „stein- skúfur“ og „grænskúfur" (Sigurður Jóns- son og Karl Gunnarsson 1978). Auk C/. aegagropila hafa verið skráðar þrjár tegundir í fersku vatni hérlendis, C/. fracta Kiitz., C/. glomerata (L.) Kiitz. og C/. rivularis (L.) van den Hoek. C/. glomerata er algeng og áberandi í straumvatni um allt land og er því réttnefnd „árskúfur". Hinar eru fágætar. Til samræmis við þessar nafngiftir ætti að nefna C/. aegagropila „vatnaskúf“. Þá er eðlilegt að ættkvíslin Cladophora verði nefnd skúfþörungur eða skúfur. ■ VAXTARSTAÐIR OG ÚTBREIÐSLA Vatnaskúfur er þekktur unt alla Evrópu norðan Alpafjalla, einnig frá Japan þar sem hann hefur fundist í mörgum vötnum. Ég hef ekki heimildir um tilveru hans í Ameríku né á suðurhveli jarðar (3. mynd). Útbreiðslan virðist vera fremur norðlæg og hann virðist vaxa fremur til fjalla en á láglendi þegar sunnar dregur. Gams ritar í flóru sinni (1969): „In tiefen, sauerstoffreichen Seen, besonders in Nord-Europa sehr verbreitet, in Mittel- und Sudeuropa infolge Verschmutzung in starkem Riickgang." (I djúpum og súrefnisríkum vötnum, einkum mjög útbreidd í Norður-Evrópu en á hröðu undanhaldi í Mið- og Suður-Evrópu vegna mengunar.) Árni Einarsson segir í viðtalinu við Elínu: „Aðeins í tveimur vötnum í heiminum, á Islandi og í Japan, nær kúluskíturinn að vaxa upp í hinar sérstæðu, stóru kúlur. Annars staðar virðast þær vera horfnar." Reyndar er nú vitað um eitt vatn í Eistlandi með álíka stórum kúlurn, en ljóst er af 183
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.