Náttúrufræðingurinn - 2002, Page 13
2. mynd. Úr Innriey í Borgareyjum. Séð til austurs yfir skerið Verpi (eyju nr. 1) tii
Borgarness ífjarska. - From Innriey in tlie Borgareyjar islands. The photograph was taken
towards east, with skerry Verpi in the foreground and the township of Borgarnes in the
distance. Ljósm. Ævar Petersen, 11.6. 2000.
Ekki fjarar úr Innriey yfir í nær graslausan
grjóthrygg sem er rétt austan hennar og
kallast Verpi (eyja nr. 1). Það er eina skerið í
Borgareyjum sem stendur alltaf upp úr á
flóði. Á því er aðeins smágrastoppur og
nokkuð af skaifakáli (2. mynd).
Fremriey (eyja nr. 4) liggur aðeins utar,
skammt suð-suðvestan Innrieyjar, og er
talsvert ólík henni. Um helmingur Fremri-
eyjar er nánast rennisléttur að ofan, vaxinn
þéttu, snöggu grasi með baldursbrár-
breiðum. Eyjan hefur greinilega blásið upp,
en moldarflögin sem mynduðust eru nú
óðum að gróa upp og alþakin baldursbrá.
Hinn hluti eyjarinnar er naktar klappir og
smáurðir. Fremriey er 1250 m2 að flatarmáli.
Nokkuð vestur af graseyjunum eru
Borgarskarfasker (eða Skarfasker), þyrping
smáskerja eða hryggja, fimm að tölu, gras-
laus með öllu eða því sem næst. Þau eru
fremur torveld uppgöngu enda grófgerð,
sundurskorin og stórgrýtt. Sker nr. 5 er
þeirra stærst, aflangt og óslétt og því illt
yfirferðar, gróðurlaust. Sker nr. 6 er tvítoppa
og er svolítil meltorfa ofan á annarri bung-
unni. Sker nr. 7 er algerlega graslaust, mjög
óslétt og örðugt yfirferðar. Sker nr. 8 er
ógróið að rnestu utan hvað smágrastoppur
er á því og nokkrar skarfakálsplöntur. Sker
nr. 9 er alveg graslaust.
■ GAGNAÖFLUN
Borgareyjar voru heimsóttar um hvíta-
sunnuna, þann 11. júní árið 2000, og var
könnun þeirra lokið á einum degi. Farið var í
hverja eyjuna af annarri og þær skoðaðar
skipulega svo að engir hlutar þeirra yrðu
útundan. Veður var gott framan af meðan
stóru eyjarnar voru skoðaðar. Þegar á leið
og kornið var að því að skoða Skarfaskerin
var byrjað að rigna og ágerðist regnið svo
að undir lokin var eins og hellt væri úr fötu.
187