Náttúrufræðingurinn - 2002, Blaðsíða 14
Fuglatalningar byggðust fyrst og fremst á
fundnum hreiðrum. Hjá flestum tegundum
var auðvelt að greina og telja hreiðrin. Lundi
og máfar eru undantekningar og ástæða til
þess að gera nánari grein fyrir talningum á
þeim.
Lundi. Erfitt er að meta nákvæman fjölda
lundahreiðra með eggi (eða unga), enda
verpa lundar í holum í grassverðinum, sem
flestar eru svo djúpar að hreiðurskálin sést
ekki. í staðinn var notuð talningareiningin
„hola sem leit út fyrir að vera notuð“ (sbr.
Nettleship 1976) og fjöldi lundapara í
varpinu metinn út frá því. Hola var
skilgreind notuð ef sýnilega var gengið um
holumunnann, gras bælt í honum, nýr skítur
sjáanlegur, moldin í holumunnanum ný-
þjöppuð, rótað hafði verið út úr holunni,
egg sást o.s.frv. í flestum tilvikum voru
einhver þessara ummerkja nokkuð greinileg.
Þetta er tiltölulega auðveld aðferð sem
unnt er að endurtaka síðar til samanburðar.
Ekki er endilega víst að egg hafi verið í öllum
notuðum holum né að geld pör hafi alltaf
notað sömu holuna. Stundum voru holur
greinilega ónotaðar og voru þær ekki taldar.
Hola var álitin ónotuð ef ofangreind
ummerki sáust ekki en þá greri oftast gras
eða arfi einnig upp úr holumunnanum.
Ennfremur fundust tilraunaholur sem lundar
voru nýbyrjaðir að grafa. Þær voru stuttar,
enda höfðu fuglarnir oftar en ekki lent á
grjóti og ekki náð að grafa lengra, og voru
þær ekki taldar. í lundabyggðum ber jafnan
mest á slíkum holutilraunum á ystu jöðrum
byggðanna og eiga líklega ungir lundar í
hlut. Þegar tveir eða þrír munnar voru á
sömu holu var hún aðeins talin einu sinni. í
lundavörpum kemur fyrir að tvö lundapör
noti sama munna en sitt hvora hreiðurholu,
en það er líklega sjaldgæft.
Til að ruglast ekki á holum sem búið var að
telja var varpið skoðað á þann hátt að snæri
var lagt út þvert yfir það. Nokkrir metrar
voru milli snærislína og fór breidd talningar-
sniðs eftir því hve þéttar holurnar voru
hverju sinni. Tveir menn gengu samsíða
eftir sniðinu, frá öðrum jaðri varpsins og
þvert yfir það, og töldu holurnar upphátt til
að forðast tvítalningu. Eins mörg snið voru
lögð út og þurfti til þess að ljúka við hverja
lundabyggð. Þessi aðferð er líklega sú
nákvæmasta sem unnt er að beita á lunda-
vörp í jarðvegi án allt of mikillar fyrirhafnar.
Unnt er að endurtaka talningu og fylgjast
þannig með breytingum á varpinu, þ.e.
vakta það. Ekki er unnt að beita sömu aðferð
á lundavörp í urðum og fyrir bragðið mun
erfiðara að meta stærð þeirra.
Rita. Stærð rituvarpsins var metin þannig
að öll hreiður sem voru álitin geta haldið
eggi eða unga voru talin (Apparently Occu-
pied Nestsite, Nettleship 1976). Þessa
talningareiningu er unnt að nota til saman-
burðar milli varpa og athuga breytingar á
sama varpi eftir árum. Ritur verpa oftast í
háum fuglabjörgum og þar er örðugt eða
ógjörningur að ganga úr skugga um hvort
egg eða ungar séu í hverju hreiðri. Aðferðin
hentar ágætlega fyrir rituvörp, enda helst
hreiðrið vanalega lengi þótt innihald þess
(egg, ungar) misfarist.
Stórir máfar. Hreiður voru einnig talin hjá
öðrum máfum. Þar sem fleiri en ein tegund
svokallaðra stórra máfa (svartbaks, síla-
máfs, o.fl.) verpa á sama stað er viss hætta á
að hreiður séu ranggreind. Staðsetning
þess og stærð, svo og litur eggjanna, segja
mikið til um tegund, en einkum er hætta á
ruglingi milli síla- og silfurmáfshreiðra. Því
voru fuglarnir sem flugu umhverfis eyjarnar
einnig greindir til tegundar og taldir.
Auk eigin gagna leituðu höfundar víða
birtra og óbirtra gagna um eyjarnar og
fuglalíf þeirra, en upplýsingar um eyjarnar
reyndust almennt mjög af skornum skammti.
Ekki fundust neinar heildstæðar lýsingar
sem unnt var að bera saman við niður-
stöðurnar frá árinu 2000 svo unnt væri að
átta sig á hugsanlegum breytingum á fugla-
lífinu. Aðeins upplýsingabrot voru til um
einstaka tegundir frá mismunandi árum. Á
síðustu áratugum hafa dílaskarfur, topp-
skarfur og rita verið talin í landinu (Arnþór
Garðarsson 1979, 1996; Ævar Petersen og
Sigurður Ingvarsson 1995), en varp þessara
tegunda í Borgareyjum kom ekki í ljós fyrr en
í þessari könnun. Kristinn H. Skarphéðins-
son kom í Borgareyjar 13. ágúst 1975 og
skráði það sem hann sá af fuglum, en
188