Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2002, Page 15

Náttúrufræðingurinn - 2002, Page 15
heimsóknin var seint að sumrinu og varp fugla að mestu yfirstaðið. ■ niðurstöður í könnuninni var staðfest varp ellefu fuglategunda í eyjunum. Sem vænta má eru flestar þeirra sjófuglar, eða átta tegundanna, hinar andfuglar. Engir spörfuglar eða vaðfuglar verpa þarna. Hér er gerð grein fyrir hverri varptegund fyrir sig. Fýll Fulmarus glacialis. Fýlar verpa í þremur eyjanna, samtals voru 10 hreiður með eggjum. I eyju nr. 3 voru fimm hreiður á norðausturhorninu en fjögur á suð- austurhorninu í eyju nr. 4. Eitt hreiður var í skeri nr. 5. Hugsanlegt er að nokkur pör til viðbótar hafi orpið um vorið því nokkrar tómar skálar sáust, eins og jafnan í fýlsvörpum, þó ekki margar að þessu sinni. Afræningjar (máfar, hrafnar) stela oft fýlseggjum og sjást þá stundum brotin egg hér og þar. Því var ekki til að dreifa í Borgareyjum. Borgareyjar hafa lengi verið álitnar varpstaður fýla því Bjarni Sæmundsson (1934) nefnir að fýlar verpi þar lítið eitt. Hann segir ennfremur að 1400-1600 fýlar hafi verið veiddir þar á árunum 1923-1924. Þessi mikla veiði vekur undrun í ljósi þess hve fýlsvarpið er lítið nú á tímum og þeirrar staðreyndar að fýlum hefur fjölgað stöðugt um aldir (Ævar Petersen 1998). Ekki er ljóst hvaðan Bjarni hefur upplýsingar um að fýlar verpi í Borgareyjum og óbirtar dagbækur hans (Aves IV) bæta þar engu við. Það er álit höfunda að Bjarni hafi einungis ályktað að fýll yrpi í Borgareyjum út frá gömlu hlunnindaskýrslunum (Fiskiskýrslur og hlunninda 1925-1927), þótthann nefni þær ekki. Þar er einmitt getið ofangreindrar fýlaveiði 1922-1924 (ekki einungis 1923- 1924), sem er líkast til skráningarvilla. Tilgreind veiði hefur eflaust átt að vera lundar, sem gætu hafa verið teknir í Borgar- eyjum, en eins koma Rauðaneseyjar til greina. Utilokað er að hundruð eða þúsundir fýla hafi orpið í Borgareyjum - til þess eru eyjarnar of litlar um sig. Ekki er vitað hvenær fýll hóf að verpa í Borgareyjum en Kristinn H. Skarphéðins- son fann einn unga 1975. Sennilegast er að fýll hafi aðeins byrjað að verpa þar stuttu áður. Toppskarfur Phalacrocorax aristotelis. í könnuninni fundust fjögur hreiður á Skarfa- skerjum, öll í stærsta skerinu (skeri nr. 5). Ekki hefur verið vitað um skarfavarp í Borgareyjum á síðari áratugum, en topp- skarfar urpu þar á fyrstu áratugum 20. aldar (sbr. Arnþór Garðarsson 1979, Ævar Peter- sen og Sigurður Ingvarsson 1995). Séra Einar Friðgeirsson [— 1921—1928] nefnir toppskarfa á Skarfaskerjum á þriðja ára- tugnum. Asgeir Bjarnason frá Knarrarnesi (1938) ritaði annál Mýramanna og segir skarfa hafa yfirgefið Skarfasker nokkrum árum fyn-. Guðjón Viggósson (uppl. 1994, 2001) kvað skarfa aldrei hafa orpið á Borgar- skarfaskerjum eftir að fjölskylda hans keypti Rauðanes (sem er við norðanverðan Borgar- fjörð gegnt Borgareyjum) árið 1935 og byrjaði þar búskap 1936. Taldi hann að hreiður hafi sópast af skerjunum í óveðri um 1930 og er ekki vitað til þess að skarfar hafi orpið eftir það fyrr en nú. Foreldrar Guðjóns, Viggó Jónsson og Ingveldur Guðjónsdóttir, hafa sömu sögu að segja í örnefnalýsingu Rauðaness 1984 en jafnframt að skarfar sitji þar mikið uppi. Ásgeir frá Knarramesi taldi skarfavarpið hafa lagst frá skeijunum (og fleiri skarfaskerjum á þessum slóðum) vegna aukinnar umferðar (væntanlega vélknúinna báta) og ef til vill vegna skotveiða. Skýring Rauðanesfjölskyldunnar er þó sennilegri, og tímasetningu þess hvenær skarfamir lögðust frá, um 1930, má telja nokkuð nákvæma. Toppskarfar urpu á Borgarskarfaskerjum á ný sumarið 2000, eftir um 70 ára fjarveru. Ekki er vitað nákvæmlega hvenær þeir hófu að verpa þar aftur, en þeir voru a.m.k. ekki byrjaðir árið 1994 þegar höfundar könnuðu skarfavörp á öllu svæðinu frá Akranesi vestur undir Snæfellsnes (Ævar Petersen og Sigurður Ingvarsson 1995). Toppskörfum hefur fjölgað á eyjum og skerjum á Faxaflóa síðustu ár og ný vörp myndast allt frá Andríðsey við Kjalarnes, á skerjum og í eyjum undan Melasveit og vestur undan 189

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.