Náttúrufræðingurinn - 2002, Page 24
■ LANDNÁM GEITUNGA
OG LI'FSHÆTTIR í
HNOTSKURN
Til að byrja með er nauðsynlegt að gera
nokkra grein fyrir stöðu geitunga hér á landi.
Alls hafa fjórar tegundir náð að setjast hér
að og er það með ólíkindum þegar tekið er
tillit til þess að aðeins sjö tegundir lifa á
Bretlandseyjum þar sem aðstæður eru ólíkt
vistlegri (Edwards 1980). Gerð var grein fyrir
upphafi landnámsins á síðum Náttúru-
fræðingsins fyrir margt löngu en þá voru
aðeins tvær tegundanna komnar til sögu
(Erling Ólafsson 1979). Síðan hefur mikið
vatn til sjávar runnið og mikilla upplýsinga
verð aflað um landnám geitunga, útbreiðslu
þeirra um landið og aðlögun að staðháttum.
Löngu er orðið tímabært að koma þeim
fróðleik á framfæri en verður hins vegar ekki
gert að þessu sinni. í stuttu máli skal þó
upplýst hér hvenær tegundimar fjórar
fundust fyrst með bú, um útbreiðslu þeirra í
grófum dráttum og um aðstæður þar sem
búin eru staðsett.
Húsageitungur
Paravespula cermanica (Fabricius, 1793)
varð e.t.v. fyrstur til að nema hér Iand. Ekki
lék vafi á því að sumarið 1973 var bú í miðbæ
Reykjavíkur þótt ekki hafi það fundist. í
kjölfarið fór tegundin að finnast nokkuð
reglulega á höfuðborgarsvæðinu. Hún
hefur þó átt nokkuð erfitt uppdráttar og
aldrei náð sér verulega á strik, enda er
húsageitungur hér nálægt nyrstu mörkum
þess sem hann getur lifað við. Útbreiðsla
húsageitungs er enn takmörkuð við höfuð-
borgarsvæðið en afar litlar líkur eru til þess
að hann nái fótfestu utan þess landshluta.
Tegundin finnur búum sínum iðulega stað
inni á húsþökum, á háaloftum eða í holrými
milli þilja. Holur í jörðu duga einnig
ágætlega.
Holugeitungur
Paravespula vuíg/Uí/5(Linnaeus, 1758)
fannst fyrst með bú árið 1977 í Laugarnes-
hverfi í Reykjavík og hefur fundist hér
reglulega síðan, þó aðeins á höfuðborgar-
svæðinu. Honum gengur mun betur hér en
húsageitungi þótt veruleg áraskipti séu af
honum. Sum ár er hann algengur en hann
getur dottið niður á milli. Holugeitungur
setur niður bú á sömu stöðum og húsa-
geitungur, þ.e. inni í húsum og í holum í
jörðu. Hraunhellur í blómabeðum eru afar
vinsælar hjá holugeitungum.
Trjágeitungur
Dolichovespula norwecica (Fabricius, 1781)
kom næstur en hann fannst á tveim stöðunt
sumarið 1980, í Skorradal á Vesturlandi og í
Neskaupstað á Austurlandi. Því má gera ráð
fyrir að hann hafi borist eitthvað fyrr til
landsins þótt ekki hafi það verið upplýst.
Trjágeitungur dreifðist í kjölfarið hratt um
landið, fyrst um láglendið og á seinni árum
upp í hálendisbrúnir. Staða hans er mjög
traust. Vorhret á Norðurlandi hafa stundum
valdið honum búsifjum en hann hefur ávallt
náð sér á strik á ný. Bú trjágeitungs eru
yfirleitt vel sýnileg og oft berskjölduð. Þau
hanga gjarnan í trjám og runnum, undir
þakskeggjum húsa og á gluggakörmum, á
klettum og steinum, í börðum og þúlna-
kollum svo dæmi séu tekin.
Roðageitungur
Paravespula rufa (Linnaeus, 1758)
mætti síðastur til leiks. Grunur lék á búi í
Hafnarfirði 1986 en fyrsta búið fannst þó
ekki fyrr en 1998 í Kópavogi. Aðeins tvö bú
hafa fundist síðan, þ.e. í Garðabæ og
Reykjavík. Tegundin er því afar sjaldgæf og
óvíst er um frekari afdrif hennar hér. Öll búin
fundust í holum í jörðu.
Hér á eftir verður kastljósinu beint að
stungum geitunganna, viðkomandi líf-
færum, hvernig stungur fara fram, áhrifum
þeiiTa og hugsanlegum afleiðingum. Einkum
er stuðst við bók Edwards (1980).
■ gaddurinn og
TILHEYRANDI LÍFFÆRI
Gaddur geitunga er myndaður úr hlutum af
áttunda og níunda lið afturbolsins og er af
sama toga og varppípa sníkjuvespna (2.
198