Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2002, Qupperneq 28

Náttúrufræðingurinn - 2002, Qupperneq 28
stungur. Mest er hættan á stungum við búin. Geitungar ráðast þó sjaldnast til atlögu nema þeir séu ónáðaðir í búinu, þótt á því séu vissulega undantekningar. Það ætti því að vera sjálfsagður hlutur að eyða þeim búum sem menn finna í nágrenni sínu. Því miður er ekki óalgengt að sjá böm að leik við að grýta bú eða pota í þau með tilfallandi hlutum. Oft eru það strákar á aldrinum sjö til tíu ára sem þurfa stundum að leika kalda karla, en storka því miður um leið örlög- unum. Slíkur leikur getur vissulega endað með ósköpum. Því er brýnt að foreldrar geri börnum sínum grein fyrir þeim hættum sem af slíkum leik geta stafað. Mest hætta stafar af geitungabúum síðsumars. Þau eru þá orðin stór og afar fjölskipuð. A þeim tíma er og hafinn undir- búningur að framleiðslu nýrra drottninga og virðist það hvetja þernurnar einn frekar til að verja búin af einurð. Algengast er að menn lendi í búum geitunganna við garðyrkjustörf í ágúst. Margir garðeigendur ráðast þá aftur til atlögu við limgerðið sitt og lenda þá jafnvel með klippumar í búum trjágeitunga. Tími rifsberjatínslunnar er einnig viðsjárverður. Bú trjágeitunga em oft í rifsmnnum. Það er athyglisvert að þéttleiki berja er oft áberandi mestur í nágrenni búanna. E.t.v. er það vegna þess að geitungamir ná að halda fuglum sem ásælast berin í hæfilegri tjarlægð. Þá stafar veruleg hætta af holu- og húsageitungum sem hafa hreiðrað um sig í steinhleðslum í blómabeðum. Ymsir hafa orðið fyrir barðinu á þeim þegar verið er að snyrta beðin. Þegar haustar enn frekar verða þernurnar lausari við búin og eiga það þá til að huga meir að eigin hag en velferð búsins. Þetta á einkum við um holu- og húsageitunga. Þernurnar þvælast þá um víðan völl í leil að girnilegum matarbitum. Þær eru sælkerar miklir og sækja markvisst í sætindi af ýmsu tagi. Nestisbitar úti í garði á góðviðrisdegi þykja girnilegir, einnig gosdrykkir, bjór og vín. Því er ákaflega mikilvægt að neyta slíkra drykkja úr glösum en ekki úr ílátum sem ekki sést ofan í, t.d. áldósum. Geitungar geta þvælst óséðir ofan í dósir og flöskur og síðan lent í munnholi neytandans í næsta sopa. Á þessum tíma leita geitungamir mjög inn í hús, því þeir renna á matarlykt sem leggur út um opna glugga. Inni eru þeir þó yfirleitt til friðs. Þar flögra þeir um og leita gjaman aftur út í gluggana þar sem auðvelt er að fanga þá. Hins vegar skal á það bent að ef dagblað eða áþekkt barefli er notað til að slá geitungana niður er mikilvægt að þeir liggi flatir við fyrsta högg, því annars er hætta á að þeir snúist umsvifalaust til varnar. Þeir eru harðir af sér og þarf því að standa vel að högginu. Hárlakk getur reynst ágætlega í baráttunni við geitunga innanhúss. Ef því er úðað á þá verða þeir strax óvígir. Vængirnir límast saman og þeir missa flugið, öndunar- opin teppast og máttur þverr fljótlega þar sem súrefnisþörfin er mikil. Hárlakk er þó vandmeðfarið því það lendir vissulega víðar en á geitungunum. Það skal tekið fram að trjágeitungar sækja afar sjaldan inn í hús. Ekki síst ber að varast að geitungar sleppi inn til barna sem sofa utanhúss í barna- vögnum. Mikilvægt er að ganga tryggilega frá flugnanetum á vögnunum, þannig að engin leið sé opin. Stundum má sjá götótt net fyrir vögnum eða illa frá þeim gengið, sérstaklega í hornunum neðanvert. Slík net geta reynst verri en engin net, því þau geta hindrað för geitungs, sem komist hefur inn í vagninn, út aftur. Ungbarn í vagni er að sjálfsögðu einstaklega varnarlaust. Geit- ungur getur sest á andlitið til að gæða sér á slefu barnsins, jafnvel lent uppi í munni þess eða skriðið undir vanga og stungið þegar barnið byltir sér. Það skal ítrekað að lítil manneskja er ekki eins vel í stakk búin að takast á við eituráhrif og stór manneskja. Aukinheldur er hún síður fær um að láta vita af vanlíðan sem gæti bent til ofnæmis. Þarna er fullrar aðgátar þörf, einkum á tímabilinu frá miðjum ágúst og fram eftir september- mánuði. ■ LOKAORÐ Nokkur munur er á árásargirnd tegundanna og hegðun við atlögur að fórnarlömbunum. Höfundur hefur ítrekaða reynslu af öllum tegundunum nema roðageitungi, sem er 202
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.