Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2002, Qupperneq 29

Náttúrufræðingurinn - 2002, Qupperneq 29
3. mynd. Trjágeitungar Dolichovespula norwegica önnum kafnir við byggingar- framkvæmdir. Þeir eru yfirleitt tilfriðs nema þeir verðifyrir óvæntu ónæði. Ljósm. Erling Olafsson. sjaldgæfur. Ekki fer á milli mála að holugeitungurinn er sýnu verstur. Oft þarf fremur lítið til að espa hann og nægir jafnvel lítilsháttar titringur á jörðu í nágrenni bús til að hersingin láti til skarar skríða. Svo ágengir geta holugeitungar orðið að þeir láta ekki deigan síga fyrr en þeir hafa náð að stinga. Þeir eiga það til að elta svo lengi sem þurfa þykir og leitast iðulega við að komast inn undir föt, upp í ermar og ofan í hálsmál, og láta illum látum innan klæða. Húsa- geitungur er meira fyrir að setjast á fórnarlambið og þjösnast á því þar. Hann silur gjarnan fastur í fötunum og reynir allt hvað af tekur að koma gaddinum í gegn. Trjágeitungur er „ljúfastur" tegundanna og undantekning að hann leggi til atlögu nema hann sé áreittur alvarlega við búið (3. mynd). Þó dugar stundum minnsta snerting við runna þar sem bú leynist í laufþykkni eða þungstígur gangur á verandarpalli þar sem búi hefur verið komið fyrir neðan á fjöl til að hvetja til árásar. Trjágeitungurinn kemur gjarnan aðvífandi og stingur um leið og hann snertir. Hann er einstaklega hittinn á andlit og helst má líkja því við að vera skotinn með baunabyssu. Það er síðan einstaklingsbundið hver áhrifin af stungunum verða. Auk þess geta þau verið mismunandi eftir tegundum. Sam- kvæmt reynslu höfundar varir sársauki af stungum trjágeitunga í fáeinar klukku- stundir. Svipaða sögu er að segja af húsa- geitungum en holugeitungar eru mun hvimleiðari. Þegar sársaukinn líður hjá tekur við heiftarlegur kláði sem varir í allt að viku, en kláðinn einskorðast þó við stungustað. Einnig hefur hjartsláttar- og öndunar- truflana orðið vart. Til þessa hefur höfundur ekki orðið fyrir fjöldaárás geitunga. Höfundi er kunnugt um fjöldamörg tilfelli þar sem fólk hefur lent í hremmingum í samskiptum sínum við geitunga, en sem betur fer hafa þær enn sem komið er ekki dregið alvarlegan dilk á eftir sér. Full ástæða er til að hvetja fólk til aðgæslu. 203
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.