Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2002, Page 33

Náttúrufræðingurinn - 2002, Page 33
Hjónin Dýrleif Arnadóttir og Asgeir Pétursson við bústað sinn í Traustholtshólma. Myndin er trúlega tekin á árinu 1956 en Ijósmyndari er óþekktur. Síðan ég fór að gera athuganir - frá 1940 - hefur ármynnið alltaf færst til og gerist það að ég held alltaf um leið og áin fer af ís. Árin 1950-1960 var ósinn á stöðugri austurleið og komst lengst austur árið 1960. Síðan hefur honum þokað vestur og einna mest vorið eða veturinn 1965. ■ LAX OG SILUNGUR Þremur verulegum tilraunum til að veiða lax og silung á svipaðan hátt og gert er í Ölfusárósi veit ég að Fljótshólamenn hafa staðið fyrir. Fyrst Nes-Gísli, sem frægur er af laxveiðum sínum í sjó og vötnum. Öðru sinni Jón Guðnason, einnig kunnur laxagildru- maður. Og að síðustu var Magnús Magnús- son frá Eyrarbakka, sem hefur um árabil rekið stórfenglegar netaveiðar í Ölfusárósi, fenginn til að reyna sams konar veiði- aðferðir sumrin 1962 og 1963. Ekki reyndust þessar tilraunir arðvænlegar. Helsta aðferð manna við lax- og silungs- veiði á öllu þessu svæði er netstubbur frá landi eða menn gera girðingarspotta, 3-4 faðma langan, út í ána og leggja frá honum. Held ég að þessi veiði sé frekar stunduð til gamans og til þess að gera sér dagamun í mat en til ábata. Eina frávikið frá þessum veiðiskap er ádráttur í álunum fyrir austan Hólmann og niður með eyrarröndinni fram að útfalli. Mun veiðimálastjóri hafa veitt einhverjum bændum beggja megin ár leyft til slíkrar veiðiaðferðar. ■ hlunnindi af sel Það verður því að telja selaveiðina helstu og arðsömustu hlunnindi sem Þjórsá veitir sambýlismönnum sínum á þessu svæði. Jarðir þær sem eiga lönd að ánni á þessu svæði eru (rakið réttleiðis til sjávar): í Rangárvallasýslu: Kálfholt, Sauðholt, Sandhólaferja, Háfshóll og Háfshverfið. 207

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.