Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2002, Síða 35

Náttúrufræðingurinn - 2002, Síða 35
Hannes Þorsteinsson segir að Þórður hafi lengi verið „skrifari hjá Árna Magnússyni, að minnsta kosti öll þau ár, sem hann var við Jarðabókarstörf hér á landi, og er fjöldi afskrifta með hans hendi, allar mjög vandaðar". (Sýslum.æfir, III bls. 143.) Öll hlunnindi jarðarinnar [þ.e. Háfs] eru vandlega talin í Jarðabókinni, svo sem eins og reki, útræði, silungsveiði í Háfsós og silungsveiði í Fiskivatni. Aðeins eitt er fengið í Þjórsá - fyrir utan sandfokið. „Eggvarp var í nianna minni gagnlegt í Þjórsá hverju áin hefur öllu spillt með vatni og sandi so það er ekkert." (I bls. 385.) Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín er eitt gagnmerkasta vísindarit sem til er í íslenskum bókmenntum. Hún lýsir landinu og ástandi þess, búskaparháttum og lífsmöguleikum svo að ekki verður betur gert. Sé ágreiningur um eitthvert atriði, þá er þess getið en „hvorir réttara hafi, bíður góðrar lagfæringar". Það má telja alveg vafalaust að ef Háfur hefði átt selveiði í Þjórsá myndi Jarðabókin hafa greint frá því. ■ LANDBROT Á leið sinni til sjávar um þetta svæði hefur áin þurft frá fyrstu tíð að kljá við þrjú grjótnef sem kunnugum dylst ekki að muni hafa ráðið miklu um farveg hennar allt fram á þennan dag. Austan ár er það Grjótnesið og Ferjuhamarinn sem hafa hindrað ásókn hennar á austurlandið. Vestan ár er það Traustholtið sem gegndi þessari varðstöðu fram að lokum 17. aldar. Þessir klettahöfðar tóku við hlaupflaum árinnar og íshrönnum og bægðu þannig mestu ásókn hennar hver frá sínu landi uns varðstaða Traustholtsins brást að nokkru leyti er áin komst vestur fyrir og er þar vafalaust um margar sam- verkandi orsakir að ræða. Landbrot Þjórsár á vesturlandið verður nær eingöngu á eftirfarandi hátt: Þegar flóð verða af miklum rigningum á aðrennslis- svæði árinnar fylgir þeim stundum sterk sunnan- og suðaustanátt, sem nær að reisa ótrúlega krappar og hávaxnar öldur þegar hún blæs þvert á strauminn. Skolast þá burt Laxinn hefur alltafþótt góð búbót í Traust- holtshólma og lie'r hefur Jón Múli Árnason krœkt í tvo góða. Ljósm. Ragnheiður Asta Pe'tursdóttir, 1988. hin lausari lög jarðvegsins undir grasrót og þegar þannig hefur myndast um 1 metra djúp skvompa undir árbakkanum fellur grasrótarstykkið niður undan þunga sínum. Aldrei hef ég mælt þykkt torfunnar í svona tilfellum, en ef minnið svíkur mig ekki get ég trúað að þar sem ég þekki til sé „skollagið“ 80-90 cm undir yfirborði. Það sem sækist á austurlandið er fyrst og fremst og eingöngu vegna sandfoks frá áreynmum í þeim sterku norðanveðrum sem stundum verða hér að vori til þegar áin er farin af ís, jörð auð og ekkert sem hlífir eða hindrar að sandurinn komist af stað. Þegar áin er á ís liggur íshula yfir öllum eyrum og hindrar fok. Af þessu er ljóst að áin liggur miklu vestar en hún gerði fyrr á tímum og mun sækja áfram í vesturátt sé ekkert að gert. Má einnig benda á endurtekinn flutning Mjósunds, Forsætis, Ferjuness, Sýrlækjanna og Selparts. Eg sé því engan grundvöll fyrir veiðikröfum austanmanna á þessu svæði, hvorki Háfshverfinga né annarra. ■ SELLÁTUR Kunnugt er mér um 5 meginsellátur í ánni. Hið fyrsta mundi ég telja fyrir Mjósunds-, 209
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.