Náttúrufræðingurinn - 2002, Page 36
Ragnheiður Asta Pétursdóttir ásamt fjölskyldu við lendinguna
í Traustholtshólma. Ljósm. Jón Múli Arnasón 1988.
Forsætis- og Ferjuneslandi, andspænis
Sauðholti að austan. Hafa bændur af
þessum þrem bæjum á vesturbakkanum haft
með sér félagsskap við selveiðina, einkum
meðan hún var stunduð með ádrætti.
Annað svæðið eru eyramar fyrir austan og
neðan Sýrlækjarbót, allt fram undir Selpart.
Þriðja svæðið, eyrar austan aðalárinnar
fyrir neðan Ferjuhamar, er um það bil
hálfnaða leið fram að Traustholtshólma.
Síðastliðið vor höfðu bændur af þessum
bæjum austan og vestan ár félag með sér um
veiðina á báðum þessum svæðum, en það
eru Sandhólaferja austan ár en Sýrlækirnir
báðir og Selpartur vestan ár.
Fjórða svæðið er eyrarröndin sem byrjar
við fremri tanga Traustholtshólma og er
nánar lýst hér að framan. Mjög er breytilegt
hvar selurinn heldur sig á þessu svæði.
Þegar ég man fyrst eftir hélt hann sig mest á
eyraroddanum við framtanga Hólmans
gegnt Arabæjartanga. Var þá lagnet haft við
þessa eyri, vitjað um það kvölds og morgna
og til þess notaður bátur sem var í
Arabæjartanga.
Oft var félagsskapur um þessa veiði svo
og ádrátt með þeim Hólmasels-, Arabæjar-
og Arabæjarhjáleigumönnum. Lagnet var
einnig við Arabæjartanga og skiptust Ara-
bær og Arabæjarhjáleiga um veiðina sína
tvo dagana hvort. Hólmaselsmenn höfðu
einnig lagnet við Hólmaselstanga sem er
beint á móti Hólmabergi
og sátu einir að þeirri
veiði. A seinni árum hefur
selurinn fært sig framar og
heldur sig aðallega þar
sem álarnir flæða út í
meginána. Þetta var eitt
besta veiðisvæðið í ánni
meðan veiðin var stunduð
með netum.
Fimmta svæðið er svo
Skúmeyrarsvæðið og er
það að sjálfsögðu nytjað
af Fljótshólamönnum.
Þetta er tvímælalaust
mesta selabyggð í ánni og
liggur selurinn oft í
hundraðatali um allar
þessar eyrar á öllum tímum árs, því þótt áin
sé á ís megintíma vetrarins er oft íslaust upp
að fremstu eyrum, en kobbi fylgir ísröndinni
upp í ósinn og liggur þá á skörinni ef svo
vill.
Ekki voru þessi veiðifélög manna í neinu
föstu formi, heldur lausn á stundarvanda og
breytilegt frá ári til árs hverjir unnu saman.
T.d. voru Króksmenn stundum með Hólma-
selsmönnum við ádrátt.
Frá því snemma vors og langt fram á haust
hefst selurinn við á þessum eyrum og er á
sífelldri ferð unr ána milli þess sem hann
liggur uppi. Sagt er að hann fari tvisvar á
dag til sjávar í ætisleit og hagi svo til að
mæta aðfallinu fram í ósnum. Ekkert vil ég
fullyrða um sannleiksgildi þessa en margoft
hef ég talið yfir hundrað seli hleypa fram
aðalá, milli Traustholtshólma og Selparts, á
svo sem eins og 10 mínútum.
Síðustu dagana fyrir burðartímann og þá
fyrstu eftir hann heldur kæpan - selamóðirin
- kyrru fyrir og virðist ekki leita sér að fæðu.
Þegar líður að burðartíma dregur hún sig út
úr og leitar afvikins staðar sem lengst frá
hópnum - á sömu eða næstu eyri sé hún
ekki setin. Og innan tíðar er nýr kollur
kominn í ljós þarna úti á eyrinni, farinn að
teygja sig yfir bakið á ntóður sinni og virða
fyrir sér þetta nýstárlega og fagra umhverfi.
Umferð um sellátur á þessum tíma er mjög til
óþurftar og getur ært bæði menn og skepnur.
210