Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2002, Qupperneq 41

Náttúrufræðingurinn - 2002, Qupperneq 41
þetta eina sinn og það hefur aldrei verið slegið. Eina inngripið í náttúrulega gróður- framvindu var að fyrir u.þ.b. 8 til 10 árum stungu unglingar í Vinnuskóla Reykjavíkur upp eitthvað af njóla þarna og fyrir nokkrum árum voru lagðir u.þ.b. hálfs annars metra breiðir malarstígar um svæðið, upp- greftrinum var ekið í burtu en sáralítið rask varð að öðru leyti. Svæðið sem gróðurathugunin var gerð á er austan vegarins og nær það til suð- austurs, að mörkum þess er óraskað land með eldri gróðursamfélögum tekur við, sjá afmörkun á 1. mynd. Landslag á svæðinu er allbreytilegt (2. og 3. mynd). Upp frá strönd- inni er rofstallur og teygja strandplöntur eins og baldursbrá og hrímblaðka sig upp eftir honum en víða er hann svo brattur að gróður hefur ekki náð að setjast þar að. Norðausturhluti svæðisins er allsléttur í u.þ.b. 5 m hæð yfir sjávarmáli. Dálítill slakki er um miðbikið þar sem vatn situr oft uppi á vetrum og er nú mýragróður, svo sem hrossanál og mýrastör, að setjast þar að. Á öðrum stöðum þarna á flatanum hefur land ekki náð að loka sér og er vaxið slitróttum heiðagróðri en smáflög á milli. Landið rís svo upp til suðurs og vesturs um allt að 20 m og eru brekkur víða allbrattar. Auðsýnilega er frjósemi mest í þessum brekkum; hugsanlegt er að þar hafi lent eitthvað betri jarðvegur þegar landið var mótað, en líklega ræður mestu að þama kemur fram ferskt jarðvatn með aðgengilegum steinefnum. Þarna í brekkunum er myndun ákveðinna gróðursamfélaga styst á veg kominn. Sáðgrösin hafast enn vel við og tegundir sem kunna að meta frjósemi og takmarkaða samkeppni, svo sem húsapuntur og hóffífill, eru víða ríkjandi, einnig er sigurskúfur gróskumikill á einum stað. Klóelfting verður þarna áberandi vöxtuleg og er víða ríkjandi. Heft ég áður veitt því athygli að þar sem umhverfisþættir hafa breyst og gróðurfar er að laga sig að nýjum aðstæðum verðurklóelfting stundum ríkjandi um skeið, tii dæmis þar sem ungskógur er að mynda samfellda laufþekju, einnig á stöðum þar sem lúpína hefur höifað af svæðum þar sem hún var áður einráð (Borgþór Magnússon o.fl. 2001). ■ TEGUNDALISTI Hér á eftir fylgir listi yfir þær tegundir sem fundust á svæðinu (l.tafla). Hjá plöntum sem geta myndað fræ án kynæxlunar (agamospermy), svo sem undafíflum, tún- fíflum og ýmsum sveifgrösum, verður til fjöldi smátegunda (microspecies) sem eru að meira eða minna leyti klónar. Af unda- fíflum eru roðafífill og íslandsfífill, sem eru af undirættkvíslinni Pilosella, taldir með hér á listanum, en ekki er gerð tilraun til að greina sundur smátegundir innan undirætt- kvíslarinnar Hieracium. Ekki er heldur reynt að greina túnfífla til smátegunda. Innan sveifgrasa er urrnull ólíkra formgerða sem ekki er heldur gerð nein tilraun til að greina að, nema hvað undirtegundin Poa pratensis ssp. irrigata, móasveifgras, sem skilur sig merkjanlega frá stórtegundinni Poapraten- sis s.l. bæði að útliti og kjörlendi, er tekin með sem sérstök eining. Á listanum eru tegundir flokkaðar í þrjá hópa; byrkninga, einkímblöðunga og tví- kímblöðunga. Innan hvers flokks er plöntunum raðað eftir latínunöfnum en á eftir fylgir íslenskt nafn. Latínunafnið er haft í fyrirrúmi til þess að tegundir sömu ættkvíslar lendi hlið við hlið. Auk þess er algengt að plöntur hafi tleiri en eitt íslenskt nafn og getur verið tafsamt að leita að ákveðinni tegund ef hún er sett inn í skrána undir nafni sem lesandanum er ekki tamt. Aftan við íslensku nöfnin eru tölur sem gefa til kynna hversu algeng tegundin er á svæðinu. Fylgja hér eftirfarandi skýringar við tölurnar: 1 = Eitt eintak fundið 2 = Örfá eintök 3 = Fremur sjaldgæf 4 = Fremur algeng 5 = Algeng 6 = Ríkjandi sums staðar Þess ber að geta að fleiri en eitt tölutákn geta verið við sumar tegundanna og er það þegar tegundin er ríkjandi á ákveðnum stað þótt það í sjálfu sér segi ekkert unt hversu algeng hún er á svæðinu. 215
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.