Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2002, Qupperneq 54

Náttúrufræðingurinn - 2002, Qupperneq 54
þeir hæfu varp. Það var ekki fyrr en 1964 að fyrsti fuglinn af þekktum aldri skilaði sér í varpið, þá sjö ára. Arið 1958, eftir nokkurra ára merkingar á fýlum, var ákveðið að auka umfang rannsóknarinnar og athuga mark- visst lífslíkur og ungaframleiðslu fuglanna á Eynhallow. A þessum árum voru aðferðir endurbættar. Málmhringir sem entust lengur en þeir fyrstu voru teknir í notkun, farið var að merkja fugla með lithringjum og fundin var aðferð til að kyngreina fýlana. Arið 1974 var gerður gagnagrunnur til að halda saman gögnum um ævisögu merktra fugla. Grunnur rannsóknanna og þær staðtölur sem aflað hefur verið árlega eru stærð varpstofns á Eynhallow, mat á lífs- líkum varpfugla milli ára og mat á varpárangri. Ýmsar rannsóknir hafa verið gerðar samhliða en grunnurinn er hinn sami ár frá ári (Dunnet 199 lb). Af dæminu að ofan sést hvemig lítil athugun þróast og verður að stærri rann- sókn með traustan bakgrunn. Gagnasafnið stækkar ár frá ári og skilar miklum upp- lýsingum miðað við vinnuframlag, því aðferðir eru æfðar og staðlaðar. OrðLacks (1966, bls. 12) varðandi meisu- rannsóknirnar lýsa vel byrjunarerfiðleikum við langtímarannsóknir:,, Þegar ég hófþessa vinnu gerði ég mér grein fyrir að vissir þættir hefðu áhrifá stœrð stofnsins og þeir hafa verið skoðaðir frá upphafi. Sumar af eldri hugmyndum mínum hafa þó reynst rangar, öðrum þurfti að breyta og þættir sem engan óraðifyrir í byrjun hafa reynst mikilvœgir ... Annað vandamál var að fyrstu tvö árin voru óvenjuleg miðað við þau sem á eftir komu. Þar af leiðandi skipulagði ég þá vinnu sem framundan var ekki vel. “ ■ LANGTÍMARANNSÓKNIR EÐA TILRAUNIR? Deilt hefur verið um aðferðafræði við þekkingaröflun í vistfræði (t.d. Krebs 1991, Taylor 1991, O’Connor 1991, Greenwood o.fl. 1991). Umræðan hefur m.a. snúist um hvort sé vænlegra að safna gögnum til lengri tíma eða gera tilraunir til að leysa afmörkuð vandamál. Samkvæmt Krebs (1991) má lýsa tilraunaleiðinni með eftir- farandi aðgerðaröð: 1) Finna áhugavert kerfi (tegund, vistkerfi o.s.frv.) til skoðunar. 2) Búa til tilgátu um kerfið og draga af henni ályktanir. 3) Safna gögnum (þ.e. gera tilraun). 4) Bera tilgátuna og ályktanirnar saman við niðurstöður tilraunarinnar. Þekkingin eykst í hvert skipti sem við förum í gegnum þetta ferli og tilgátumar batna með hverri tilraun. Að mati Krebs er þetta besta leiðin til að auka skilning á náttúrunni og bæta við vistfræðiþekkingu. Hann telur þó að samhliða sé þörf á langtímarannsóknum til að skilja stofnbreytingar sem gerast á löngum tíma. Mörg viðfangsefni vist- fræðinnar sem eru hvað brýnust um þessar mundir krefjast einnig lengri tíma. Sem dæmi má nefna eyðingu búsvæða og loftslags- breytingar. Annað atriði sem sýnir fram á nauðsyn langtímarannsókna er hve stuttar rannsóknir eru oft tölfræðilega vanmáttug- ar. Langtímarannsóknir sem mynda stór gagnasöfn duga hins vegar miklu betur til að skýra vistfræðilega ferla sem gerast á lengri tíma (Krebs 1991). Ef tilgáta, sem sett er fram og prófuð með tilraun, reynist röng er dýrmætum tíma og fjármunum sóað (Taylor 1991). Við getum því varla leyft okkur að beita tilraunum nema í undan- tekningartilfellum. Langtímagagnasöfnun og líkanagerð er aðferðin sem best gefst (Taylor 1991). Ekki er ólíklegt að tilgangurinn helgi meðalið í flestum tilfellum. Þegar um hag- nýtar rannsóknir er að ræða, sem byggja skal ráðgjöf á, eru tilraunir varla valkostur. Hefðbundin náttúrufræði og gagnaöflun á lengri tíma er líklegri en gloppóttar tilraunir til að skila þeim grunni sem þarf. Tilraunir eru aftur á móti mjög áhugaverðar á akademískum forsendum og líklegri til að efla tilgátugerð. Tilgátur skapa umræðu í vísindaheiminum og slíkt er til þess fallið að bæta vísindaiðkun. Sú skoðun sem flestir vistfræðingar virðast aðhyllast er að lang- tfmarannsóknir myndi grunninn en sértæk vandamál megi leysa með öðrum aðferðum eftir því sem tilefni og tækifæri gefast, 228
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.