Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2002, Page 59

Náttúrufræðingurinn - 2002, Page 59
2. mynd. Niðurfcillið á botni öskjunnar. Heita leirtjörnin. Ljósm. Jón Jónsson. hefur nafnið Katla. Þjóðlega hugmynda- flugið hefur séð fyrir skýringu á nafninu. A einn eða annan hátt hefur hvert eldfjall sína eigin sögu skráð, ekki ávallt með skýru letri fyrir okkar augu en það er okkar að ráða í letrið. Upphaf Kötlu er falið í djúpi hitans undir rótum lands en á yfirborðið hefur ntikið efni safnast sem eldvirknin hefur þangað flutt og í því leynast upplýsingar um uppruna þótt lítt haft því verið gaumur gefínn. Einar H. Einarsson (1982) varð fyrstur til að veita athygli eisuberginu í Mýrdal og þar með svipta hulunni af veigamiklu, áður óþekktu atviki í sögu Kötlu og tímasetja það afstætt (relativt). Lög hrauna og annarra gosefna sem hlaðist hafa upp kringum eldvarpið vitna um gang og gerð gosvirkni og þ.á m. breytingar sem kunna að hafa orðið á samsetningu kvikunnar í aldanna rás á sama hátt og gerst hefur í Poas. Hraun það, er Einar nefnir, hefur ekki svo ég viti verið rakið upp eftir fjallinu og ekki er vitað um það neðar og því ekki hvort það hafi verið komið úr toppgíg fjallsins eða úr gígum utan í því. Hitt er næsta ljóst að frá toppgíg hefur hraun ekki runnið til suðvesturs eftir að eisugosið varð og askjan varð til. ■ JARÐBORUN VIÐ SÓLHEIMAHJÁLEIGU í MÝRDAL I leit að jarðhita var borað á Fiskihól vestur af bænum Sólheimahjáleigu 1997. Byijað var rétt neðst í eisubergslaginu sem þarna er víða næst undir yfirborði. Ekki þykir ástæða lil að fjalla urn jarðlögin fyrr en komið er á 220 m dýpi. Svart, örfínt setlag kemur þar og nær niður á 240 m dýpi. Ekki var um kjamaborun að ræða og því eru lagamót, einkum í set- lögum, ekki nákvæm. Þetta setlag dæmdist vera sapropel, leðja, sundurleitar leifar gróðurs sem sest hafa til í nokkuð djúpu, kyrrstæðu, súrefnissnauðu, fersku vatni. Með 100-200-faldri stækkun ntá auð- veldlega greina ýmsar gróðurleifar (áfok) en 233

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.