Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2002, Page 66

Náttúrufræðingurinn - 2002, Page 66
1. mynd. Horft til jarðar. Hafið þekur um 71% yfirborðsins. Ljósm. nasa.gov. skorpan í fjölmarga fleka sem rekur hægt um jörðina á löngum tíma. Um er að ræða bæði meginlandsfleka og úthafsfleka. Á úthafs- hryggjunum myndast ný jarðskorpa en í djúprennum stingst hafsbotninn ofan í möttul jarðar. I slíkum djúprennum er haf- dýpið á jörðinni mest. Dýpsta djúprennan er Challenger-djúpið í Vestur-Kyrrahafi þar sem sjávardýpi er 11.035 metrar. Meðaldýpi hafsins alls er aftur á móti 3.730 m (Butcher o.fl. 1998). Þannig er landslag hafsbotnsins fjöl- breytt ekki síður en landslag þurrlendisins. Hafsbotninn er þó mun yngri en kjarnar meginlandanna, enda myndast hann og eyðist á meðan kjarnar meginlandanna eyðast ekki og eru jafnvel frá upphafsöld (3,8 milljarða ára). 1. tafla. Stœrstu höf jarðar. Hafsvæði Flatarmál 106 km2 Meðaldýpi m Rúmmál 106m3 Kyrrahaf 165 4282 708 Atlantshaf 82 3926 324 Indlandshaf 73 3963 291 240

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.