Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2002, Page 69

Náttúrufræðingurinn - 2002, Page 69
djúpstraumar. Þeir fara sér hægt og er erfitt að mæla þá. Landslag hafsbotnsins hefur mikil áhrif á rennsli straumanna. Djúp- straumar hafsins stjórnast af massajafnvægi og hitajafnvægi hafsins. Þar sem kalt vatn sekkur, eins og t.d. í Norður-Atlantshafi, kemur í staðinn hlýtt vatn frá miðbaug sem yfirborðsstraumur (Golfstraumurinn). Á jörðinni eru tveir aðalmyndunarstaðir djúpsjávar. Annar er í Noregs- og Græn- landshafi og hinn í Weddelhafi við Suður- skautslandið. í upphafi er það kuldinn í andrúmsloftinu sem kælir sjóinn, síðan frýs vatnið og skilur eftir saltari, kaldari og þyngri sjó sem sekkur og myndar djúpsjó Norður-Atlantshafsins og djúpsjó Suður- skautslandsins. Myndun djúpsjávar í Norður- Atlantshafi nemur urn 10 x 106 m3/sek. Samskonar djúpsjávarmyndun á sér ekki stað í Norður-Kyrrahafi vegna þess að þar er selta of lítil og yfirborðssjórinn nær ekki þeim eðlisþunga sem til þarf. Streymi djúpsjávar á okkar tímum stjórnast aðallega af hitamun. Rannsóknir á öðrum tímabilum jarðsögunnar benda þó til þess að t.d. á Krítartímabilinu hafi hringrás djúpsjávarstrauma fyrst og fremst stjórnast af seltumun. Ástæðan er sú að þá var hafið almennt inun hlýrra en nú er. Eins og áður hefur verið getið er lóðrétt blöndun í hafinu takmörkuð nema á þeim svæðum þar sem djúpsjór leitar upp á yfirborðið. Iðustraumar geta samt sem áður blandað saman yfirborðssjó og djúpsjó. Þau svæði hafa hæst næringarstig þar sem næringarríkur djúpsjórinn leitar upp á yfir- borð. Þar eru gjöfulustu fiskimið heimsins og er eitt slíkt svæði við strendur íslands. Komið hafa fram kenningar um að breytingar á hafstrauinum valdi hlýskeiðum eða jökulskeiðum. Bandaríski jarðefna- fræðingurinn Wallace Broecker við Columbiaháskóla hefur bent á að verulegur varmaflutningur eigi sér stað frá miðbaug til norðlægra svæða með hafstraumum. Stöðvist þessi varmaflutningur er hætta á að veðurfar kólni á norðurhveli þannig að ísöld skelli á. Má nefna mikilvægi Golfstraumsins í þessu sambandi, en hann flytur varma til Norður-Atlantshafs. Broecker telur einnig að hlýnun í andrúmslofti jarðar vegna gróðurhúsaáhrifa kunni að breyta strauma- kerfi heimshafanna (Graedel og Crutzen 1993). Rannsóknir á ískjörnum úr Græn- landsjökli sýna að loftslag jarðarinnar getur breyst mjög hratt frá hlýskeiði yfir í ísöld, jafnvel á nokkium áratugum (Calvin 1998). Þá er talið að Golfstraumurinn geti hugsan- lega breytt um stefnu og hætt að l'lytja varma til Norður- Evrópu (Calvin 1998). Þessar kenningar kalla á frekari rannsóknir á straumakerfi hafsins og hugsanlegum lofts- lagsbreytingum. Jafnvel er mögulegt að í framtíðinni verði hafstraumum og þar með loftslagi jarðarinnar að einhverju leyti stjórnað til þess að koma í veg fyrir óæskilegar loftslagsbreytingar. ■ LI'FIÐ I' HAFINU Lífið í hafinu er afar fjölbreytt og dreifist ójafnt um hafið (Lalli og Parsons 1993). Mikill hluti þess er smásæjarplöntur og dýr. Oft er því haldið fram að frumframleiðsla hafsins sé mjög mikil. í reynd er frum- framleiðsla hafsins einungis örlítið meiri en í eyðimörkum jarðar. Þau svæði eru fremur fá þar sem lífræn framleiðsla hafsins er í raun og veru ríkuleg. Þannig framleiðir rninna en einn tíundi hluti hafsvæða jarðarinnar um níu tíundu hluta af öllu lífrænu efni hafsins. Lífríkið í hafinu er mjög háð hitastigi. Hitastigið stjórnar hraða efnahvarfa sem aftur á móti hefur áhrif á myndun ensíma í frumum lífvera, sem hefur síðan áhrif á vaxtarhraða, nýliðun og virkni tegunda. Sjávarlífverur vaxa hraðar í hitabeltinu en við pólana. Á móti kemur að meira er af næringarefnum í köldum sjó, þannig að fleiri sjávarplöntur vaxa á köldum svæðum. Selta hafsins hefur einnig áhrif á lífverur. Lífverur við ströndina flytja sig um set eftir því hvernig seltuhlutfallið breytist yfir árið og því hversu vel þær hafa aðlagast seltubreytingum. Lífverur sem eru fastar við botninn, eins og hrúðurkarlar (Balanus balanus), loka t.d. skel sinni og hætta að nærast ef seltuhlutlall verður óhagstætt. Hrúðurkarlar þola þannig miklar seltu- 243

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.