Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2002, Page 71

Náttúrufræðingurinn - 2002, Page 71
Skýrslaum Hið íslenska NÁTTÚRUFRÆÐIFÉLAG FYRIR ÁRIÐ 1999 FREYSTEINN SIGURÐSSON Samkvæmt lögum Hins íslenska náttúrufræðife'lags skal formaður félagsins birta árlega skýrslu um starfsemi þess í Náttúrufræðingnum. ■ FÉLAGAR Félagar og áskrifendur að Náttúrufræðingn- um voru 1.283 í árslok og hafði fækkað urn 61 á árinu. Heiðursfélagar voru 10 í árslok og hafði fækkað um einn á árinu. Guttormur Sigbjarnarson var kjörinn heiðursfélagi á aðalfundi í febrúar, en á árinu létust tveir heiðursfélagar, þeir Axel Kaaber og Þor- leifur Einarsson. Kjörfélagar voru sjö og hafði fjölgað um einn á árinu, en Haukur Hafstað var gerður kjörfélagi á árinu. Almennir félagar voru 1.006 og hafði fækkað um 48 á árinu. Alls létust 11 félagar á árinu, 24 sögðu sig úr félaginu en 54 voru strikaðir út vegna vanskila. A árinu gengu 28 nýir í félagið, þar af 13 svokallaðir skólafélagar eða ungmennafélagar en þeir voru 58 í árslok og hafði fækkað um fimm á árinu. Félagar og stofnanir erlendis voru 42 og Freysteinn Sigurðsson (f. 1941) lauk Diplomprófi í jarðfræði frá Háskólanum í Kiel í Þýskalandi árið 1974. Freystienn hefur starfað hjá Orkustofnun æ síðan, einkum við grunnvatnsrannsóknir, neyslu- vatnsrannsóknir og jarðfræðikortagerð. Hann hefur verið formaður Hins íslenska náttúrufræðifélags frá 1990. hafði fækkað um níu frá árinu áður. Félagatala fór enn lækkandi á árinu. Hún mun hafa verið hæst að nafninu til árið 1988, en þá voru 1.976 félagar á skrá, að vísu nokkur hundruð í vanskilum með árgjöld fleiri ára. Síðan hefur félagatala almennt farið lækkandi, að undanskilum árunum 1994 og 1995 þegar lítils háttar fjölgun varð. Þessi fækkun skýrist að hluta til af harðari útstrikunum vegna ógoldinna árgjalda, en einnig af öðrum atriðum, sem ýmsum getum hefur ítrekað verið leitt að í ársskýrslum félagsins. Má ætla að raunveruleg fækkun haft numið um eða yftr 300 félögum á tólf ára tímabili, frá 1988 til 1999, en nákvæm tala liggur ekki fyrir. ■ STjÓRN OG STARFSMENN Á aðalfundi HÍN, 27. febrúar 1999, voru fráfarandi stjórnarmenn og embættismenn endurkjörnir. Stjórn HIN 1999 var þá þannig skipuð: Formaður Freysteinn Sigurðsson, varaformaður Hreggviður Norðdahl, ritari Þóra Elín Guðjónsdóttir, gjaldkeri Kristinn Albertsson, meðstjórnandi Hilmar J. Malm- quist. Varamenn í stjórn voru Helgi Guð- mundsson og Hólmfríður Sigurðardóttir. Endurskoðendur reikninga voru Tómas Einarsson og Kristinn Einarsson en vara- endurskoðandi Arnór Þ. Sigfússon. Náttúrufræðingurinn 70 (4), bls. 245-251, 2002. 245

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.