Náttúrufræðingurinn - 2002, Síða 72
Fulltrúi HÍN í Dýraverndarráði var Arnór
Þ. Sigfússon fuglafræðingur en til vara
Hrefna Sigurjónsdóttir, bæði tilnefnd til
fjögurra ára frá 1. júlí 1998. Fulltrúi HÍN í
Hollustuháttaráði var Hákon Aðalsteinsson
vatnalíffræðingur en til vara Margrét Halls-
dóttir jarðfræðingur, bæði tilnefnd til
fjögurra ára frá 1. maí 1998.
Framkvæmdastjóri HÍN var Guttormur
Sigbjarnarson. Ráðning hans rann út í
árslok 1998 en Guttormur gegndi störfum
fram að páskum 1999, samkvæmt samkomu-
lagi við stjórn HIN, og ýmsum erindum fyrir
félagið lengur fram eftir árinu. Stjórn HIN
þakkar Guttormi gott og vinnufúst starf í
þágu félagsins og afar ánægjulegt samstarf,
en hann var ráðinn fyrsti framkvæmdastjóri
HIN árið 1991. Framkvæmdastjóri sá um
fastan rekstur félagsins, ýmsan erindrekstur
á þess vegum, undirbúning stjórnarfunda,
ritstjórn og útgáfu félagsbréfs, undirbúning
og framkvæmd fræðslufunda og fræðslu-
ferða. Til sparnaðar var ákveðið af stjórn
HIN að ráða ekki annan framkvæmdastjóra í
stað Guttorms, heldur skyldu stjórnarlimir
skifta með sér verkum hans eftir föngum.
Hefur sá háttur eðlilega komið nokkuð niður
á virkni í stjórnsýslu félagsins.
Utbreiðslustjóri HÍN var Erling Ólafsson.
Hann sá um félagatal, útsendingu Náttúru-
fræðingsins og félagsbréfa, innheimtu
félagsgjalda og skyld erindi.
Ritstjóri Náttúrufræðingsins var Álf-
heiður Ingadóttir líffræðingur, samkvæmt
samkomulagi við Náttúrufræðistofnun ís-
lands, sem á þann hátt sá um útgáfu tíma-
ritsins.
Stjórnarfundir voru fimm á árinu en einn
féll niður vegna fámennis. Félagsbréf voru
gefin út þrjú á árinu, en þeim fækkaði
samhliða því að starf framkvæmdastjóra
lagðist af, auk þess sem aðhalds var gætt í
útgáfu þeirra sem öðru.
■ NEFNDIR OG RÁÐ
Ritstjórn og fagráð Náttúrufræðingsins
voru óbreytt frá fyrra ári. Ritstjórn skipuðu:
Áslaug Helgadóttir gróðurvistfræðingur,
formaður, Árni Hjartarson jarðfræðingur,
Gunnlaugur Björnsson stjarneðlisfræðing-
ur, Lúðvík E. Gústafsson jarðfræðingur og
Marta Ólafsdóttir framhaldsskólakennari,
en auk þess sat Hreggviður Norðdahl fundi
ritstjómar sem fulltrúi stjómar HIN.
Fagráð Náttúrufræðingsins skipuðu:
Ágúst Kvaran efnafræðingur, Borgþór
Magnússon gróðurvistfræðingur, Einar
Sveinbjörnsson veðurfræðingur, Guð-
mundur V. Karlsson framhaldsskólakennari,
Guðrún Gísladóttir landfræðingur, Hákon
Aðalsteinsson vatnalíffræðingur, Ingibjörg
Kaldal jarðfræðingur, Ólafur K. Nielsen
fuglafræðingur og Ólafur Ástþórsson
fiskifræðingur.
Ferðanefnd HIN skipuðu Eyþór Einars-
son, Freysteinn Sigurðsson og Guttormur
Sigbjarnarson, en hún sá um undirbúning
og skipulagningu fræðsluferða.
■ aðalfundur
Aðalfundur Hins íslenska náttúrufræði-
félags fyrir árið 1999 var haldinn
laugardaginn 26. febrúar 2000, kl. 14-16, í
stofu 101 í Odda, Hugvísindahúsi Háskóla
Islands. Fundarstjóri var Þóroddur F.
Þóroddsson jarðfræðingur en fundarritari
var Sigurrós Friðriksdóttir jarðfræðingur.
Fundinn sóttu 14 manns.
■ SKÝRSLA FORMANNS
Formaður félagsins, Freysteinn Sigurðsson,
flutti skýrslu um starfsemi félagsins á árinu
1999. Starfsemin var með hefðbundnum
hætti, eins og frá greinir annars staðar í
skýrslu þessari, en viss samdráttar gætti þó
á ýmsum sviðum. Hefur því hag félagsins
fremur hnignað á árinu. Meginþættir í hag
félagsins eru fjórir: fjöldi félaga, fjárhagur
félagsins, ýmis umsvif þess og loks staða
þess og hlutverk í samfélaginu.
Félögum fór enn fækkandi á árinu og hefur
sú þróun staðið um árabil. Þar er þrennu
væntanlega einkum um að kenna: almennri
félagsdeyfð í landinu, félögum finnst þeir fá
246