Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2002, Qupperneq 72

Náttúrufræðingurinn - 2002, Qupperneq 72
Fulltrúi HÍN í Dýraverndarráði var Arnór Þ. Sigfússon fuglafræðingur en til vara Hrefna Sigurjónsdóttir, bæði tilnefnd til fjögurra ára frá 1. júlí 1998. Fulltrúi HÍN í Hollustuháttaráði var Hákon Aðalsteinsson vatnalíffræðingur en til vara Margrét Halls- dóttir jarðfræðingur, bæði tilnefnd til fjögurra ára frá 1. maí 1998. Framkvæmdastjóri HÍN var Guttormur Sigbjarnarson. Ráðning hans rann út í árslok 1998 en Guttormur gegndi störfum fram að páskum 1999, samkvæmt samkomu- lagi við stjórn HIN, og ýmsum erindum fyrir félagið lengur fram eftir árinu. Stjórn HIN þakkar Guttormi gott og vinnufúst starf í þágu félagsins og afar ánægjulegt samstarf, en hann var ráðinn fyrsti framkvæmdastjóri HIN árið 1991. Framkvæmdastjóri sá um fastan rekstur félagsins, ýmsan erindrekstur á þess vegum, undirbúning stjórnarfunda, ritstjórn og útgáfu félagsbréfs, undirbúning og framkvæmd fræðslufunda og fræðslu- ferða. Til sparnaðar var ákveðið af stjórn HIN að ráða ekki annan framkvæmdastjóra í stað Guttorms, heldur skyldu stjórnarlimir skifta með sér verkum hans eftir föngum. Hefur sá háttur eðlilega komið nokkuð niður á virkni í stjórnsýslu félagsins. Utbreiðslustjóri HÍN var Erling Ólafsson. Hann sá um félagatal, útsendingu Náttúru- fræðingsins og félagsbréfa, innheimtu félagsgjalda og skyld erindi. Ritstjóri Náttúrufræðingsins var Álf- heiður Ingadóttir líffræðingur, samkvæmt samkomulagi við Náttúrufræðistofnun ís- lands, sem á þann hátt sá um útgáfu tíma- ritsins. Stjórnarfundir voru fimm á árinu en einn féll niður vegna fámennis. Félagsbréf voru gefin út þrjú á árinu, en þeim fækkaði samhliða því að starf framkvæmdastjóra lagðist af, auk þess sem aðhalds var gætt í útgáfu þeirra sem öðru. ■ NEFNDIR OG RÁÐ Ritstjórn og fagráð Náttúrufræðingsins voru óbreytt frá fyrra ári. Ritstjórn skipuðu: Áslaug Helgadóttir gróðurvistfræðingur, formaður, Árni Hjartarson jarðfræðingur, Gunnlaugur Björnsson stjarneðlisfræðing- ur, Lúðvík E. Gústafsson jarðfræðingur og Marta Ólafsdóttir framhaldsskólakennari, en auk þess sat Hreggviður Norðdahl fundi ritstjómar sem fulltrúi stjómar HIN. Fagráð Náttúrufræðingsins skipuðu: Ágúst Kvaran efnafræðingur, Borgþór Magnússon gróðurvistfræðingur, Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur, Guð- mundur V. Karlsson framhaldsskólakennari, Guðrún Gísladóttir landfræðingur, Hákon Aðalsteinsson vatnalíffræðingur, Ingibjörg Kaldal jarðfræðingur, Ólafur K. Nielsen fuglafræðingur og Ólafur Ástþórsson fiskifræðingur. Ferðanefnd HIN skipuðu Eyþór Einars- son, Freysteinn Sigurðsson og Guttormur Sigbjarnarson, en hún sá um undirbúning og skipulagningu fræðsluferða. ■ aðalfundur Aðalfundur Hins íslenska náttúrufræði- félags fyrir árið 1999 var haldinn laugardaginn 26. febrúar 2000, kl. 14-16, í stofu 101 í Odda, Hugvísindahúsi Háskóla Islands. Fundarstjóri var Þóroddur F. Þóroddsson jarðfræðingur en fundarritari var Sigurrós Friðriksdóttir jarðfræðingur. Fundinn sóttu 14 manns. ■ SKÝRSLA FORMANNS Formaður félagsins, Freysteinn Sigurðsson, flutti skýrslu um starfsemi félagsins á árinu 1999. Starfsemin var með hefðbundnum hætti, eins og frá greinir annars staðar í skýrslu þessari, en viss samdráttar gætti þó á ýmsum sviðum. Hefur því hag félagsins fremur hnignað á árinu. Meginþættir í hag félagsins eru fjórir: fjöldi félaga, fjárhagur félagsins, ýmis umsvif þess og loks staða þess og hlutverk í samfélaginu. Félögum fór enn fækkandi á árinu og hefur sú þróun staðið um árabil. Þar er þrennu væntanlega einkum um að kenna: almennri félagsdeyfð í landinu, félögum finnst þeir fá 246
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.