Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2002, Side 73

Náttúrufræðingurinn - 2002, Side 73
of lítið fyrir árgjald sitt, félagið hefur ekki verið nógu rækilega kynnt fyrir lands- mönnum. Við almennri félagsdeyfð verður lítið gert, en fleiri gamalgróin félög hafa orðið fyrir barðinu á henni. Samkeppni um athygli og fjárframlög landsmanna fer síharðnandi, gervifræði alls konar eru í tísku í stað raunfræða og neysluerillinn er orðinn ærandi. Við þessar aðstæður er æ örðugra að halda við áhuga og athygli félagsmanna, hvað þá að vekja áhuga nýrra félaga. Framboðið fræðsluefni félagsins hefur þó almennt líkað vel og ánægja verið með alþýðlegra efni í Náttúrufræðingnum, en efni hans er það eina sem meginþorri félagsmanna nýtur frá félaginu. Verð þessa efnis (árgjald í félaginu) gæti hins vegar þótt nokkuð hátt. Það er mál sem á þarf að taka. Aðhalds hefur verið gætt við útgáfuna og því lítil von að geta lækkað kostnað við hana að neinu marki. Þá er ekki annarra fanga að leita en auka auglýsingatekjur og útgáfu- styrki á móti kostnaði og lil verðlækkunar. Aukinn fjöldi félagsmanna kæmi þar einnig að góðu gagni, en ljóst er nokkuð að félagið og störf þess eru ekki nógu vel þekkt og þar er víður akur að plægja í kynningu á félaginu. Til þess þarf þó bæði fé og vinnu, en hvorugt liggur á lausu. Fjárhagur félagsins þrengist með fækkun félaga. Þess vegna sá stjórn HÍN sig tilknúna á árinu að endurráða ekki í starf framkvæmdastjóra félagsins, og þá um leið að loka skrifstofu þess þegar Guttormur Sigbjamarson lét af störfum snemma á árinu. Það kallar á aukið starf stjórnarmanna, en því eru takmörk sett eins og öðru sjálf- boðastarfi, og er þó ljóst að draga verður saman í starfsemi. Langmest útgjöld eru vegna útgáfu Náttúrufræðingsins, en þar gætu líka verið helstu sóknarfærin til aukinnar tekjuöflunar ef gefur að róa á þau mið, eins og að framan greinir. Bættur fjárhagur í útgáfunni er forsenda fyrir losun fjár til annarrar umsýslu félagsins. Hefðbundin starfsemi önnur var í föstu fari. Er þar einkum að telja útgáfu Náttúru- fræðingsins, fræðslufundi, fræðsluferðir og afgreiðslu opinberra erinda. Útgáfa tíma- ritsins og fræðslufundir gengu með við- unandi móti. Einungis ein fræðsluferð var farin á árinu, fimm daga ferð á slóðir virkjunarvatna norðan við Vatnajökul, en um 100 manns tóku þátt í ferðinni og höfðu almennt mikla ánægju af henni. Önnur umsvif voru lítil, en bæði skorti þar fé og fólk til starfa, eftir þær breytingar sem urðu á árinu. Hlutverk félagsins hefur verið í umræðu hjá stjórn þess. Félagið er eini almenni aðilinn á landinu sem stundar að staðaldri vandaða og alþýðlega fræðslu um náttúru- fræði og náttúrufar landsins fyrir almenning og áhugafólk. Að því leyti er það í fylkingu með opinberum, hálfopinberum eða einka- reknum náttúrufræðisöfnum víða um land og með Náttúrufræðistofnun Islands og náttúrufræðistofum landshlutanna. Full ástæða er því til að auka og efla samstarf þessara aðila að þessu sameiginlega markmiði. Ekki síður er ástæða til að fylgja eftir því aldargamla markmiði félagsins að rekið verði veglegt Náttúruhús í Reykjavík, höfuðborg Islendinga. Aðalframlag félags- ins á þessu sviði hefur verið útgáfa tímarits þess, Náttúrufræðingsins, og er ástæða til að kappkosta að gera enn betur en þó er. Útgáfa stórra og vandaðra fræðibóka er félaginu ofviða eins og stendur, en íhugunarefni væri útgáfa náttúrufræðilegra smárita um afmörkuð efni, þá væntanlega í samstarfi við áhugasöm bókaforlög. Ýmsir fleiri möguleikar gætu verið fyrir hendi til alþýðlegrar náttúrufræðslu, sem gefa þyrfti gaum. Hlutverk félagsins á opinberum vettvangi hefur verið hið sama og fyrr, en þar hefur félagið lagt áherslu á jafnvægi milli sjálfbærrar nýtingar náttúrunnar og nauð- synlegrar náttúruverndar á grundvelli vandaðrar, náttúrufræðilegrar þekkingar. Því hefur félagið lagt áherslu á eflingu náttúruvísinda á landinu og á skynsamlega beitingu þeirra. Þessara viðhorfa hefur ekki gætt nóg í samfélaginu, þar sem ærið oft hefur verið hneigst til öfga á báða bóga í umræðu síðasta árs um nýtingu og vernd. Mikils væri því vert fyrir félagið að geta stuðlað meira að hófsamri, upplýstri og skynsamlegri umfjöllun um þessi mál. Einnig 247

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.