Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1997, Blaðsíða 31

Náttúrufræðingurinn - 1997, Blaðsíða 31
4. mynd. Svo ólíkir þjóðar- leiðtogar sem Fidel Castro og Margaret Thatcher gátu sam- einast um sjálfbœra þróun. þær séu verndaðar. Þannig hefur t.d. rfkisstjórn Costa Rica gert samning við alþjóðlegl lyfjafyrirtæki, sem má segja að sé í anda þessa sáttmála, um að fyrirtækið borgi fyrir vernd hluta regnskógar landsins gegn því að það hafi forgang á rannsóknum og nýtingu þess aragrúa lífvera og erfðaefnis sem þar fer að finna. Hvernig skarast hin „hefðbundna" um- hverfishyggja við hugmyndafræði sjálf- bærrar þróunar? í fyrrnefndu hugmyndafræðinni er vandinn siðferðilegur, í þeini seinni sið- ferðilegur og hagfræðilegur; samkvæmt þeiirf fyrri felst lausnin í boðum og bönnum, samkvæmt hinni síðari eru lausnirnar tæknilegar og hagfræðilegar; tilgangurinn með hinni fyrri er einkum að vernda siðferðileg gildi fyrir taumlausri gróða- hyggju, markmið sjálfbærrar þróunar er einkum að tryggja efnahagslega velferð. í raun komast menn oft að sömu niður- stöðu, þó þeir gefi sér ólíkar forsendur. Þannig eru væntanlega flestir sammála um gildi þess að vernda Gullfoss fyrir virkjunar- framkvæmdum, hvort sem menn rökstyðja þá skoðun fyrst og fremst með því að hann sé meira virði sem ferðamannasegull en fall- orka, eða að hann sé falleg náttúrugersemi sem ekki eigi að fórna á altari mammons. Sumir halda því jafnvel fram að þessir fornu féndur, auðhyggjan og umhverfisverndin, séu á góðri.leið í eina sæng, eða ættu að minnsta kosti að vera það. ■ GRÆN GRÓÐAHYGGJA í því sambandi er bent á að mörg boðorð umhverfisverndar miða að því að draga úr sóun og ströng umhverfisstefna getur því bætt nýtingu hráefnis, breytt úrgangi í verðmæti og aukið skilvirkni í fyrirtækj- um, svipað og t.d. aðferðir gæðastjórnun- ar. I öðru lagi er bent á að strangari um- hverfislöggjöf kalli á nýja tækni, s.s. mengunarvarnabúnað, endurvinnslu og ósonvæna kælitækni, sem aftur kyndi undir nýrri framleiðslu og atvinnusköpun. Efna- hags- og framfarastofnunin, OECD, hefur giskað á að „umhverfisiðnaður“ heimsins velti nú um 200-300 milljörðum dollara á ári. Þeir sem eru fyrstir lil að setja strangar reglur um mengun og umhverfisvernd ná oft forskoti á þessu sviði. Þannig hefur t.d. orðið til blómlegur og vaxandi iðnaður á sviði mengunarvarna í Los Angeles, menguðustu borg Bandaríkjanna og þeirri með ströngustu mengunarvarnalöggjöfina. I Evrópu er það Þýskaland sem hefur náð forskoti í alls kyns umhverfisvænni tækni, enda með strangari mengunarvarnalöggjöf en flest önnur ríki álfunnar. Ef okkur tækist að sanna að það sé jákvætt samband á milli strangrar umhverfis- löggjafar og hagvaxtar, þá höfum við að stórum hluta leyst hið siðferðilega vandamál, eða öllu heldur hið siðferðilega val á milli eiginhagsmuna og réttsýni. Við höfum skapað eins konar, ekki vítahring 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.