Náttúrufræðingurinn - 1997, Blaðsíða 17
Stærð
45
40
35
30
25
20
15
10
♦ Stakir karlar á dellum
♦ Karldýr að makast á dellum
A Karldýr að makast í grasi
♦ Karldýr með verpandi flugu
■ Kvendýr að makast á dellu
■ Kvendýr að makast í grasi
♦ Verpandi kvendýr
5 1 ■
0 10 20 30 40 50 60
Dagar
7. mynd. Meðalstœrðir karldýra og kvendýra (mœlikvarði sami og áður) í mismunandi
hópum á og við kúadellur í túninu á Hrísbrú, Mosfellssveit 1981. Marktœkur munur er á
milli hópa og stœrðin eykst eftir því sem líður á sumarið. - Average sizes of males and
females in different mating groups. Analysis of variance with time ofyear as a covariate
revealed significant differences between male groups and that size increased with season.
From top to bottom: males copulating on pats, males guarding females, males searching
on pats, males copulating in the grass, females copulating in the grass, females copulat-
ing on pats, females laying eggs (Hrefna Sigurjónsdóttir & Sigurður Snorrason 1995).
Stærð kvenflugnanna er mun stöðugri en
stærð karlflugnanna. Sennilega stafar
minnkandi stærð flugna undir lok ársins í
Englandi af mikilli samkeppni um fæðu
meðal lirfa sem hófu ævi sína þegar rnikið
var orðið af flugum í október.
Ekki er unnt að segja nákvæmlega til um
hvenær þær flugur sem safnað er á
hverjum tíma hófu sitt æviskeið, því
þroskunartíminn á lirfu- og púpuskeiði er
háður hitastigi og fæðuskilyrðum og
flugurnar geta lifað í nokkrar vikur. Talið
er að fimm kynslóðir mykjuflugna nái að
þroskast á ári á Englandi, tvær að vori, ein
(fáliðuð) um mitt sumar og tvær að hausti
(Parker 1970a). Eins og áður er komið
fram er víðast hvar mjög lítið af flugum frá
miðjum júní fram í ágúst. Fyrsta kynslóðin
eftir það er að mestu stórar flugur, vegna
lítillar samkeppni lirfanna um fæðu. Ekki
er unnt að fullyrða neitt um fjölda kyn-
slóða á ári hér á landi. Ég tel þó lfklegt að
flest þau dýr sem safnað var seinni hluta
sumars á íslandi hafi verið afkomendur
flugna sem klöktust út eftir að hafa legið í
dvala yfir veturinn.
Dreifing
Strax haustið 1978 kom í ljós að paraðar
karlflugur sem voru við varpstaðina voru
að meðaltali miklu stærri en stakir karlar
lengra í burtu (6. mynd). Ekki var munur á
stærð kvendýranna (Hrefna Sigurjóns-
dóttir 1980). Þetta benti sterklega til að
stærð hefði áhrif á hegðun karldýra.
Hugsanlega koma allra minnstu karldýrin
sjaldan á varpstaði. Parker (1978) sá mjög
litla karla makast við kvenflugur í
11