Náttúrufræðingurinn - 1997, Blaðsíða 56
5. mynd. Þekja snarrótarpunts á einstökum bœjum í túnum sem eru eldri en 15 ára
(meðaltal allra túna).
tegundum. Fóðurgildi hans fellur líka hratt
er líður á sumarið, en með því að slá hann
snemma má fá ágætis fóður.
Vallarfoxgras kemur næst enda er það
mikið notað í sáðblöndur. Það er oft ríkjandi
í túnum fyrstu árin en víkur svo smám saman
fyrir öðrum tegundum. Oft eykst hlutur
vallarsveifgrass þegar vallarfoxgrasið byrjar
að hörfa en aðrar tegundir, sem ekki voru í
sáðblöndunni, fara síðan að láta meira að sér
kveða.
Líkt og snarrótarpuntur hefur língresi litla
þekju í sumum héruðum en mikla í öðrum (6.
mynd). Það gefur töluverða uppskeru og
nokkuð gott fóður. Því er þó sjaldan sáð í
tún vegna þess að ekki hafa verið fáanlegir
nógu harðgerir stofnar af því.
Túnvingull er ekki sérlega gott fóðurgras.
Hann er hins vegar þurrkþolinn og því ætti
helst að nota hann þar sem slíkra eiginleika
er þörf.
Varpasveifgras og knjáliðagras eru gras-
tegundir sem menn óska ekki eftir í tún, en
koma samt, t.d. í kalskellur eða þar sem mikið
traðk er. Báðar þessar tegundir eru algengari
í blautum túnum en þurrum.
Háliðagras er uppskerumikið gras og
gefur góðan endurvöxt eftir slátt. Það byrjar
að spretta á undan öðrum grösum á vorin og
hentar því vel til beitar á sauðburði. Það
hefur hins vegar þann galla að spretta fljótt
úr sér og verður því að slá það snemma til að
gott fóður fáist.
Tvíkímblöðungar hafa aðallega borist í
tún eftir náttúrulegum leiðuin. Sumir tvtkím-
blöðungar geta verið æskilegir í hóflegu
magni en aðrir ekki. Þeir gefa yfirleitt minni
uppskeru en grös, en hafa hærra hlutfall
steinefna. Sem dæmi um óæskilegartegundir
tvíkímblöðunga má nefna brennisóley og
skriðsóley. Þær eru beiskar á bragðið og
skepnur sneiða hjá þeim. Túnfífill er aftur á
móti lystugur til beitar en er lil vandræða ef
of mikið verður af honum. Arfategundir geta
verið lystugar en eru uppskerulitlar og
vatnsmiklar.
50