Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1997, Blaðsíða 15

Náttúrufræðingurinn - 1997, Blaðsíða 15
33 5. mynd. Klaktími mykjuflugna við mismunandi þéttleika lirfa. Klaktími er þroskunartími einstaklings frá því að liifan klekst út þar tilflugan klekst úr púpuhýðinu. Niðurstöður úr sömu tilraunum og lýst er í texta við 4. mynd. Marktœkur munur er á kynjunum og karldýr sem koma úr glösum með miklum þéttleika liifa klekjast marktœkt fyrr en önnur. - Time of development for male and female yellow dungflies from the same experiments as de- scribed in the legend with figure 4. Males hatch significantly later than females at all densities and males that hatch from high density jars emerge significantly earlier than other males (see Hrefna Sigurjónsdóttir 1984). þéttleiki á lirfustigi hafði úrslitaáhrif á stærð flugnanna (Hrefna Sigurjónsdóttir 1980, 1984; sjá einnig Amano 1983). Þegar lirfurnar eru of margar keppa þær um fæðu og það bitnar á þeim öllum. Stærstu flugurnar komu úr krukkum með minnsta þéttleikann (4. mynd) og þær voru 14 sinnum þyngri en þær minnstu og er sá breytileiki svipaður og sá náttúrulegi. Að jafnaði klekjast karlar seinna út en kven- flugur (5. mynd) enda verða þeir stærri. Svo virðist sem ákveðin kjörstærð hafi val- ist úr hjá báðum kynjum. Þó stærðarmunur kynjanna sé minni við erfið skilyrði (4. mynd), þ.e. þegar þéttleiki er mikill og mikil afföll eru á lirfum, þá virðist vera enn sterkara val meðal karlkynsins að ná meiri stærð ef dæmt er út frá þroskunartím- anum. Þessar niðurstöður benda til að kyn- val hafi verið öflugt þróunarafl hjá mykju- flugunni og viðhaldi stærðarmun kynjanna. Afkvæmi stórra og smárra foreldra voru alin upp og látin klekjast út til að reyna að svara þeirri spumingu hvort breytileiki í líkamsstærð skýrist að einhverju leyti af erfðum. Foreldrum var safnað úti í náttúrunni. Niðurstöður sýndu ekki nein marktæk tengsl á milli stærðar afkvæma og foreldra (Hrefna Sigurjónsdóttir 1984). Sá galli var á þessari tilraun að umhverfis- áhrif á stærð flugnanna sem notaðar voru sem foreldrar voru ekki útilokuð. Simmons og Ward (1991) bættu úr þessu. Þeir ólu flugur upp við aðstæður þar sem sam- keppni um fæðu var lítil sem engin. Þær tlugur voru allar stórar, en smávegis breytileiki var engu að síður til staðar. Síðan voru þær flugur notaðar sem for- eldrar og athugað hvort einhver tengsl væru á milli líkamsstærðar þeirra og afkvæmanna. Nú kom í ljós að það var veik jákvæð fylgni (marktæk) á milli föður og sonar og móður og dóttur en ekki á milli foreldris og afkvæmis af gagnstæðu kyni. 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.