Náttúrufræðingurinn - 1997, Blaðsíða 22
11. mynd. Líffrœðikennarar að skoða mykjuflugur á námskeiði á vegum Samlífs, samtaka
líffrœðikennara, og KHÍ í Borgarfirði 1995. - Biology teachers studying dungflies in
Borgarfjörður, lceland, 1995. Ljósm. /Photo: Arni Heimir Jónsson.
möguleika sína þegar þeir berjast út frá því
hversu gott tak eigandinn hefur á
kvendýrinu og í þriðja lagi metur sá karl
sem hefur verið að verja kvenflugu
verðmæti hennar og hefur það áhrif á
hversu þrautseigur hann er í bardaganum.
Stóru karlarnir eru líklegri en þeir litlu
að leita að kvenflugu á yfirborði kúadellu
en í grasinu. í byrjun eru þeir þar, því
hentugra er að makast á dellunni
(mökunartíminn er styttri - Parker 19700
og sumir ná sér í kvenflugu og makast við
hana þar. Seinna opnast möguleikar fyrir
tiltölulega stórt stakt karldýr að ráðast á
pör og taka kvenflugu frá minni karli,
einkum þegar kvenflugan fer að verpa.
Minni karlarnir leita fremur í grasinu,
sennilega vegna þess að þeir eiga litla sem
enga möguleika á að ná kvendýrum af
öðrum. Einnig er líklegra að litlir og
grænleitir karlar geti falist þar þegar þeir
hafa náð sér í kvendýr. Stærð þeirra miðað
við stærð kvendýrsins, sem þeir eru parað-
ir við, er marktækt minni en sama hlutfall
hjá körlunum á dellunni (Hrefna Sigur-
jónsdóttir og Sigurður Snorrason 1995).
Hvaða möguleikar eru þá fyrir lítil
karldýr að halda kvenflugunni þar til hún
er búin að verpa? Svo virðist sem þeir séu
mestir hjá þeim sem eru með litla
kvenflugu. Þessi ályktun er dregin af
niðurstöðum tengslaprófunar. Jákvæð
marktæk fylgni er á milli stærðar kvendýra
og karldýra sem eru pöruð, sérstaklega
þeirra sem eru að makast í grasinu og
einnig meðal para þar sem kvendýrið er
farið að verpa (Hrefna Sigurjónsdóttir og
Sigurður Snorrason 1995, Otronen 1993).
Stór karldýr fá frið til að makast hvar
sem er og ná að verja kvendýrin á yfirborði
mykjunnar en aftur á móti missa lítil
karldýr tiltölulega stórar kvenflugur til
stærri karla í bardögum. Afleiðingin er að
stórir karlar eru líklegri en þeir litlu til að
vera paraðir við stórar kvenflugur.
Það er því ýmislegt sem bendir til að
stórum körlum vegni betur en þeim litlu.
Þeir eru duglegri að ná sér í kvenflugur
sem koma á varpstaðina og duglegri að
taka kvcnflugur frá öðrum karldýrum. Þeir
makast meira á volgri mykjunni þar sem
mökun gengur hraðar fyrir sig og spara sér
þannig tíma og þeir eru lika fljótari að
makast (sjá hér á eftir). Þeir eru líklegri til
að parast við stórar kvenflugur sem verpa
fleiri eggjum en þær minni. Eins og áður
16