Náttúrufræðingurinn - 1997, Blaðsíða 66
7. mynd. Horft yfir bæinn Steinanes til Vatnsdalsfjalls. Til vinstri eru þykkir urðarbingir
með áberandi sigstalla. Hœgra megin við þá, nærri miðri mynd, er djúpt gil þar sem sést
að urðarþekjan er lagskipt samsíða hlíðinni. Til hœgri eru þykkir frostveðraðir
urðaifeldir uppi í Vatnsdalsfjalli. Upp af miðhluta bygginganna sést að urðarþekjan
hefur sigið fram og stöðvast í áberandi brattri brún uppi á hjöllunum. - View of
Vatnsdalsfjall at thefarm Steinanes. The slopes are covered by thick debris cover. LjósmJ
photo: Agúst Guðmundsson.
taldi hólana vera allt að 10.000 ára og í
sama streng tekur Sigurður Þórarinsson.
Hér er leitt að því líkum að hólamir séu e.t.v.
myndaðir á nokkur hundruð til nokkur
þúsund ára tímabili við lok síðasta
jökulskeiðs. Ef 50-100 m hátt berghaft er
undir Vatnsdalshólum gæti það heft fram-
gang jökulsporðs margsinnis á sömu
slóðum, þótt jökulsporður á sléttu landi
gengi talsvert fram og til baka. Ef hólarnir
hafa við lok síðasta jökulskeiðs verið með
ískjarna undir urðarþekju er eðlilegt að
ætla að bráðnun íssins hafi tekið langan
tíma og því gæti hafa verið orðið íslaust
inni í Vatnsdal alllöngu áður en hólarnir
mótuðust fyllilega í núverandi horf. Þetta
gæti e.t.v. skýrt að strandlínur finnast utan
við Vatnsdalshóla og svo aftur innar í
Vatnsdalnum.
■ NIÐURSTÖÐUR
Þegar við að lokum hugleiðum heilleika
bergsins og segulmögnun líparíts og berg-
ganga í Vatnsdalshólunr, horfum á fundar-
staði líparíts sunnan Vatnsdalshóla (sem
fyrri athugendur virðast ekki hafa veitt
athygli), lítum á hallandi, lagskipt lausefni
og e.t.v. jökulruðning í hlíð Vatnsdals-
fjalls, tel ég að langsennilegast sé að lípar-
ítsyrpurnar í Vatnsdalsfjalli séu komnar
niður á láglendi í vestanverðum Vatnsdal
vegna sighreyfinga við höggun í berg-
grunni. I framhaldi af því tel ég að mið-
hluti Vatnsdalshóla sé úr föstum berg-
grunni sem, sé sundurgrafinn af vatns-
farvegum og upprótaður af jökulsporði er
hafi um langan tíma riðlast um svæðið sem
Vatnsdalshólar þekja nú. Meginhluti
hólanna sé þó úr lausum jarðlögum sem
60